MLVerkefnastjórnunarfélag Ísland veitir viðurkenningu fyrir lokaverkefni í meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands sem að mati stjórnar félagsins felur í sér mest framlag til þekkingar á sviði verkefnastjórnunar, er frumlegt en hefur jafnframt hagnýtingargildi nú eða í náinni framtíð. 

Viðurkenninguna frá Verkefnastjórnunarfélaginu að þessu sinni hlaut Margrét Lúthersdóttir fyrir verkefnið „Gefandi, krefjandi og gríðarlega áhugavert” Upplifun sjálfboðaliða og starfsfólks í starfi fyrir Rauða krossinn á Íslandi.

 Á haustráðstefnu VSF 8. nóv. sl. veitti Margrét viðurkenningunni móttöku og kynnti verkefnið fyrir ráðstefnugestum.

 Sambærileg viðurkenning er veitt meistaranemum í Verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík í júni ár hvert.(Sjá frétt hér)