Upplýsingar um persónuverndar stefnu Verkefnastjórnunarfélags Íslands:

Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) eru félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur ekki persónuverndarfulltrúa þar sem félagið fellur ekki undir þá skilgreiningu skv. lögum nr 90/2018 málsgrein 35. Allar fyrirspurnir um persónuvernd félagsins skal senda á vsf@vsf.is.

Með þessari persónuverndarstefnu er greint frá hvernig VSF fer með skráningu, vistun og vinnslu persónuupplýsinga félaga sinna og viðskiptavina.

Inngangur

VSF varðveitir engin önnur gögn en þau sem félagar og viðskiptavinir senda sjálfir inn að eigin frumkvæði. VSF leggur mikla áherslu á að njóta trausts félagsmanna og viðskiptavina og að starfa í samræmi við ákvæði laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. VSF ábyrgist að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi og ekki miðlað til þriðja aðila án samþykkis eða í samræmi við persónuverndarlöggjöf.

Hér að neðan er greint frá því hvernig VSF meðhöndlar persónuupplýsingar.

Persónuupplýsingar

Félagið heldur utan um ýmsar persónuupplýsingar félagsmanna og viðskiptavina sem tengist alþjóðlegri vottun á reynslu og hæfni verkefnastjóra.

Upplýsingar um félagsmenn - Félagatal

Lögaðilar og einstaklingar geta sótt um aðild að VSF. Umsækjendur gera það með því að skrá sig sjálfir á vefsíðu félagsins. Lágmarks upplýsingar um félagsmenn er krafist til að ljóst sé um hvaða lögaðila eða einstakling um er að ræða. VSF þarf nauðsynlegar upplýsingar til útgáfu reiknings til innheimtu félagsgjalda. Öll samskipti milli félagsins og félaga fara fram í gegnum tölvupósta og því nauðsynlegt að fá uppgefið netfang.

Upplýsingar sem krafist er við skráningu á inngöngu í félagið:

kennitala einstaklings eða lögaðila

nafn einstaklings eða lögaðila

tölvupóstfang

kennitala greiðanda félagsgjalds

nafn greiðanda

heimilisfang

póstnúmer

símanúmer (valkvætt)

 

Tölvupóstfang er notað ef hafa þarf samband við einstaklinginn eða senda honum fréttabréf.

Umsókn um IPMA vottun verkefnastjóra:

Þeir sem þess óska geta sótt um vottun á þekkingu og reynslu af verkefnastjórnun. Þegar viðskiptavinur sækir um vottun verkefnastjóra þarf að senda inn öll þau gögn sem nefnd eru á vefsíðunni: https://www.vsf.is/is/vottun-4/umsoknir-icb-4

 Þessar upplýsingar eru:

umsóknareyðublað

starfsferilsskrá

sjálfsmat á hæfnisþáttum IPMA vottunar

yfirlit verkefna

nánari lýsing verkefna

mat á flækjustigi verkefna

VSF heldur skrá yfir alla einstaklinga sem hafa sótt um og/eða farið í vottunarferli. Öll umsóknargögn eru geymd a.m.k.. á meðan vottunin er í gildi, þ.e. í 5 ár. Aðgangsstýring er á þessum gögnum.

Viðburðaskráning:

VSF heldur fræðsluviðburði og ráðstefnur. Allir sem mæta á viðburði verða að gefa upp lágmarks-upplýsingar svo ljóst sé hvaða einstaklingur er að skrá sig og hver er greiðandi ef um gjaldskildan viðburð er að ræða.

Myndir og myndbönd kunna að verða teknar á viðburðum félagsins og birst á vefsíðum, fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Vefsíða

Við heimsóknir á vefsíður VSF verða til ýmsar upplýsingar sem eingöngu eru notaðar í tölfræðilegum tilgangi svo sem fjölda heimsókna á vefi, þjónustustigi og öðru tengt vefmælingum (e. Cookies).

Vistun rafrænna upplýsinga

Tölvupóstur og félagaskrá er vistað hjá Stefnu ehf. á Akureyri. Skjöl og bókhald (Microsoft Dynamics C5) er vistað í Dropbox.

Vinnsluskrá

Félagið heldur vinnsluskrá skv. sniði frá Persónuvernd.

Geymslutími:

VSF leitast við að uppfylla lög og skyldur varðandi geymslutíma gagna svo sem bókhaldslög.

Viðskiptavinir félagsins geta hvenær sem er óskað eftir upplýsingum um hvaða gögn eru vistuð og farið fram á leiðréttingu, eyðingu, andmæla vinnslu auk réttarins til að flytja eigin gögn. Þessi réttindi eru þó ekki alltaf til staðar. Þannig kunna lög að skylda félagið að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur félagið hafnað beiðni vegna réttinda félagsins svo sem réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji félagið þau réttindi vega þyngra. Ef upp koma aðstæður þar sem að félagið getur ekki orðið við beiðni mun félagið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Persónuverndarstefna VSF er endurskoðuð reglulega og uppfærð á vef félagsins.

Fyrirspurnir eða ábendingar skal senda á netfang félagsins vsf@vsf.is og svarar framkvæmdastjóri félagsins fyrir persónuverndarstefnuna.

 

Vafrakökur

VSF hefur enga vafrakökustefnu og treysir á vafrakökur sem fylgja frá framleiðandi vefsíðukerfisins. VSF safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum um heimsókn á vefsvæði félasins.

VSF|  600784-0649  |  ENGJATEIGI 9  |  105 REYKJAVÍK  | 553 2450 | vsf@vsf.IS