Hvað er IPMA vottun D - stig?

IPMA D-stig - Certified Project Management Associate

IPMA vottun samkvæmt stigi D (IPMA Level D® ) er staðfesting á þekkingu umsækjandans á sviði aðferðafræði verkefnisstjórnunar. Umsækjandi situr þriggja tíma próf, þar sem annars vegar er krossapróf og hins vegar ritgerðaspurningar og verkefni til úrlausnar.

Gildistími vottunar  frá 1. september 2010 að telja er 5 ár - sjá einnig Endurvottun

D vottanir teknar fyrir 1. september 2010 gilda í 10 ár.

Hverjir geta fengið vottun samkvæmt D-stigi?

D-stig vottun krefst víðtækrar þekkingar á aðferðafræði verkefnastjórnunar, en minni áhersla er lögð á reynslu viðkomandi af verkefnastjórnun.

Umsækjandi um D-vottun:

Hefur þekkingu á öllum hæfnisþáttum verkefnastjórnunar (lykilhæfni).

  • Getur unnið innan allra hæfnisþáttanna.
  • Starfar sem þátttakandi í verkhóp eða sem starfsmaður í verkefnastjórnun.
  • Hefur breiða þekkingu á verkefnastjórnun og getu til að beita henni.

Reynsla í verkefnastjórnun er ekki nauðsynleg á þessu stigi, en það er æskilegt að umsækjandi hafi þegar beitt þekkingu sinni á verkefnastjórnun að einhverju leyti.

Prófið er á íslensku. Hægt er að þreyta prófið á ensku - er umsækjandi beðinn um að taka það fram sérstaklega strax við umsókn ef þess er óskað.

Ferli D-vottunar - Certified Project Management Associate

  1. KYNNING á IPMA vottunarferlinu
  2. UMSÓKN lögð fram af umsækjanda
  3. PRÓF - Skriflegt próf með krossaprófsspurningum, opnum spurningum og litlu verkefni, tekur 3 klst. 
  4. NIÐURSTAÐA matsmanna liggur fyrir

Ferli D stig IPMA vottunar 

Umsóknargögn fyrir D stigs vottun finnast hér