SIÐAREGLUR IPMA VOTTAÐRA EINSTAKLINGA
  SIÐAREGLUR Í VERKEFNASTJÓRNUN


Reglur um fagmannlega hegðun

Ætlast er til að handhafar IPMA-vottunar kynni verkefnastjórnunarfagið og gaumgæfi gildi og grunnreglur VSF og IPMA. Þeir skulu sýna viðeigandi hæfni í samræmi við fagreglur og kröfur samtakanna, eins og lýst er nánar í alþjóðlegum grunnviðmiðum um hæfni verkefnastjóra. Siðareglur IPMA á ensku má finna hér, og íslenska útgáfu þeirra hér

Handhafar vottunarinnar skulu:
1) gaumgæfa hin ýmsu skilyrði þessara siðareglna öllum stundum;
2) er þeir sinna skylduverkum sínum skulu þeir hafa að leiðarljósi hagsmuni viðskiptavina, vinnuveitanda, samstarfsaðila og almennings;
3) sýna heilindi í samskiptum við annað fagfólk, jafnt innan sem utan samtakanna, sem og við ófaglærða og almenning;
4) taka tillit til lýðheilsu, öryggis og umhverfis; og
5) tryggja að þeir hafi þekkingu og skilning á annarri viðeigandi löggjöf, reglugerðum og stöðlum og uppfylla þau að öllu leyti.

Persónuleg ábyrgð
Handhafar vottunarinnar bera persónulega ábyrgð sem nær lengra en til ákvæða í samningum við vinnuveitendur eða viðskiptavini.

Þeir skulu:
1) koma fram af heiðarleika og tryggja að einstaklingar og fyrirtæki séu ekki afvegaleidd, beita áreiðanleikakönnunum og háum stöðlum hvað varðar tímasetningar ásamt því að bjóða fram fagleg ráð og leiðbeiningar;
2) virða trúnað um viðkvæmar upplýsingar;
3) hafa hagsmuni allra aðila verkefnisins að leiðarljósi í öllum viðskiptalegum og faglegum málefnum;
4) tryggja að fagleg hæfni þeirra sé endurnýjuð og endurbætt með símenntun og stöðugri starfsþjálfun;
5) tryggja að frammistöðumarkmið og mat séu í samræmi við grunnviðmið IPMA um hæfni verkefnastjóra (ICB);
6) lýsa eingöngu yfir sérþekkingu á þeim sviðum þar sem hæfni og þekking eru nægilegar;
7) gera grein fyrir öllum málum sem hægt væri að túlka sem hagsmunaárekstur;
8) hvorki gefa né þiggja gjafir, greiðslu né greiða frá fólki með viðskiptatengsl við vinnuveitendur eða viðskiptavini, né þiggja greiða af þriðja aðila og fylgja reglum vinnuveitanda um skráningu slíkra gjafa;
9) vera nákvæmir í skýrslugjöf og raunsæir í spám; og
10) taka ábyrgð á athöfnum sínum.