Hvað er IPMA vottun C-stig?

IPMA C-stig - Certified Project Manager (Vottaður verkefnastjóri)

IPMA vottun samkvæmt stigi C (IPMA Level C® ) er staðfesting á hæfni og fenginni reynslu umsækjandans. Tekið er mið af þeirri reynslu sem umsækjandinn hefur aflað sér og stuðst við skriflegt próf sem umsækjandi situr og mat á verkefnum sem hann hefur unnið við og borið ábyrgð á sem verkefnisstjóri.

Hverjir geta fengið vottun samkvæmt C-stigi?

Reyndir verkefnastjórar á öllum sviðum atvinnulífsins geta sótt um, svo framarlega að þeir uppfylli neðangreind skilyrði:

Hefur undanfarin 6 ár, a.m.k. þriggja ára reynslu af verkefnastjórnun, sem verkefnastjóri umfangsminni verkefna (skilyrði fyrir umsókn). Sex ára tímabilið má lengja í 9 ár með viðeigandi rökstuðningi.

Er fær um að stýra umfangsminni verkefnum, og/eða aðstoða verkefnastjóra umfangsmikilla verkefna í öllum hæfnisþáttum verkefnastjórnunar (lykilhæfni).

  • Er ábyrgur fyrir stjórnun allra þátta umfangsminni verkefna (takmarkað flækjustig), eða fyrir stjórnun undirverkefnis í umfangsmiklu verkefni.
  • Beitir viðeigandi ferlum verkefnastjórnunar, aðferðafræði, tækni og tækjum.

Einkenni minni verkefna eru:

  • Verkefnin eru oft unnin að mestu innanhúss, þó verkkaupinn sé gjarnan utan fyrirtækisins, eða verkefni með t.d. 5 þátttakendum.

Matsmenn meta umsóknargögn, próf og taka viðtal við umsækjanda. Á grundvelli umsóknargagna geta matsmenn mælt með því að umsækjandi á C-stigi sæki frekar um D-stig.

Prófið er á íslensku. Hægt er að þreyta prófið á ensku - er umsækjandi beðinn um að taka það fram sérstaklega strax við umsókn ef þess er óskað.

Gildistími vottunar er 5 ár - sjá einnig Endurvottun

Ferli IPMA C-vottunar - Certified Project Manager

  1. KYNNING á IPMA vottunarferlinu
  2. UMSÓKN lögð fram af umsækjanda
  3. PRÓF - Skriflegt próf, um 5 beinar spurningar, 4 ritgerðarspurningar, 2 verkefni til úrlausnar. tekur 3 klst. 
  4. VERKEFNASKÝRSLA - Lýsing umsækjanda á þremur verkefnum
  5. VIÐTAL umsækjanda með matsmönnum þar sem umsóknargögnum, verkefnayfirlitum og prófi er fylgt eftir - viðtalið tekur um 1 klukkustund
  6. NIÐURSTAÐA matsmanna liggur fyrir

    Ferli C stig IPMA vottunar 

Umsóknargögn um C vottun finnast hér