Áfrýjun

Hægt er að áfrýja niðurstöðum vottunarinnar. 

Eyðublað: áfrýjun á niðurstöðu vottunar

Þrjár megin forsendur eru til áfrýjunar:

 • veikindi
 • utanaðkomandi truflun
 • hugsanlegir hagsmunaárekstrar milli umsækjanda og matsmanna.

Tímasetningar

Áfrýjun vegna niðurstöðu úr prófum á B, C og D stigi verður að berast umsjónaraðilum vottunar á þar til gerðu eyðublaði innan 30 daga frá niðurstöðu prófsins, þar sem ástæður áfrýjunar skulu tilgreindar.

Áfrýjun vegna heildarniðurstöðu vottunarferlis á B og C stigi verður að berast umsjónaraðilum vottunar á þar til gerðu eyðublaði innan 30 daga frá því að ákvörðun er birt, þar sem ástæður áfrýjunar eru tilgreindar.

Áfrýjunarnefnd

Umsjónarmenn vottunar skipa tvo matsmenn í áfrýjunarnefnd, ásamt fulltrúa úr stjórn VSF. Matsmennirnir skulu ekki hafa komið að því vottunarferli sem kært er. Niðurstaða áfrýjunarnefndar skal liggja fyrir innan tveggja vikna frá mótttöku áfrýjunar frá umsækjanda.

Forsendur áfrýjunar

 • Veikindi:
  • Áfrýjun vegna veikinda í prófi verður að berast umsjónaraðilum vottunar á þar til gerðu eyðublaði, eigi síðar en 30 dögum eftir próf.
  • Áfrýjun vegna veikinda í viðtali verður tilkynna matsmönnum í viðtalinu og óska strax eftir frestun á viðtalinu.
 • Truflun:
  • Áfrýjun vegna utanaðkomandi truflana á prófstað á meðan á próftíma stendur þarf að tilkynnast umsjónaraðilum strax og truflunin á sér stað. Umsjónaraðili prófsins skráir tilkynninguna niður og ef áfrýjunin er talin rökstudd mun umsækjanda bjóðast að taka prófið að nýju honum að kostnaðarlausu.
  • Áfrýjun vegna utanaðkomandi truflana á meðan á viðtali stendur þarf að tilkynna matsmönnum í viðtalinu og óska strax eftir því að viðtalinu verði frestað.
 • Hagsmunaárekstrar:
  • Hér er um að ræða áfrýjun vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra matsmanna og umsækjanda, sem ekki var hægt að sjá fyrir í umsóknar- eða viðtalsferli. Í því tilfelli skal umsækjandi rökstyðja mál sitt með því að vísa til þeirra atriða sem gætu hafa valdið hagsmunaárekstrum. Verði niðurstaða áfrýjunarnefndar sú að umsækjandi hafi eitthvað til síns máls, skal hann ekki bera kostnað af áfrýjuninni, að öðrum kosti skal hann bera kostnað sem nemur kostnaði við endurvottun samsvarandi vottunarferlis.

Kvörtun

Hægt er að senda VSF kvörtun yfir framkvæmd vottunar. 

Eyðublað: ákvörðun yfir framkvæmd vottunar

Meðferð kvörtunar

Kvörtun er komið á framfæri við yfirmann vottunar og stýrinefnd vottunarmála sem kanna réttmæti kvörtunar og grípa til viðeigandi ráðstafa og úrbóta eftir eðli málsins.