Áfrýjun - Kvörtun

Appeal and Complaint in English

Hægt er að áfrýja niðurstöðu vottunarinnar. Áfrýjun er formleg beiðni um endurskoðun eða endurmat á ákvörðun vottunarskrifstofu VSF. 

Aðeins er hægt að áfrýja niðurstöðu:

  • ef umsókn umsækjanda var hafnað
  • ef umsækjandi hefur ekki á fullnægjandi hátt lokið einhverjum þáttum í vottunarferlinu eða lokaniðurstaða er metin sem ekki fullnægjandi. 

Áfrýjun skal senda á netfangið vottun@vsf.is á  þar til gerðu eyðublaði,  áfrýjun á niðurstöðu vottunar, innan 30 daga frá ákvörðun sem leiddi til áfrýjunar.

Vottunarskrifstofan geftur krafist gjalds vegna áfrýjunarinnar. Gjaldið skal vera gengnsætt og tilkynnt áfrýjanda. Gjaldið er endurgreitt ef niðurstaðan er áfrýjanda í vil.

Áfrýjunarnefnd

Umsjónarmenn vottunar skipa tvo matsmenn í áfrýjunarnefnd, ásamt fulltrúa úr stjórn VSF. Matsmennirnir skulu ekki hafa komið að því vottunarferli sem kært er. Niðurstaða áfrýjunarnefndar skal liggja fyrir innan tveggja vikna frá mótttöku áfrýjunar frá áfrýjanda.

Kvörtun

Hægt er að senda VSF kvörtun yfir framkvæmd vottunar. 

Eyðublað: kvörtun yfir framkvæmd vottunar

Meðferð kvörtunar

Kvörtun er komið á framfæri við yfirmann vottunar og stýrinefnd vottunarmála sem kanna réttmæti kvörtunar og grípa til viðeigandi ráðstafa og úrbóta eftir eðli málsins.

Engar hömlur eru á hverjir geta sent inn kvörtun . Kvörtun skal send á þar til gerðu formi,  kvörtun yfir framkvæmd vottunar, á netfangið vottun@vsf.is. Engar tímatakmarkanir eða gjöld eru á kvörtunum.