Vottaðir verkefnastjórar á A, B, C og D stigi þurfa að sækja um endurvottun eftir 5 ár. Umsóknin verður að berast innan sex mánaða frá því að gildistími skírteinis rennur út. Í undan-tekningar tilfellum, með góðum rökstuðningi, getur sá tími lengst í eitt ár. Endurvottunin gildir í 5 ár.
Endurvottunin felst í því að verkefnastjórinn skilar inn umsóknareyðublaði, starfsferilskrá, sjálfsmatsblaði, upplýsingum um meðmælendur og sannanlegum upplýsingum um þá reynslu í verkefnastjórnun sem verkefnisstjórinn hefur aflað sér frá útgáfu vottunarskírteinis og upplýsingum um þá endurmenntun og viðhald þekkingar, sem verkefnisstjórinn hefur sinnt á tímabilinu.
Umsóknir eru metnar af einum matsmanni. Ef vafi leikur á niðurstöðu mats, ber matsmanni að leggja til viðtal við umsækjanda. Viðtal er framkvæmt af tveimur matsmönnum. Til viðbótar við matið getur matsmaður kallað eftir áliti meðmælenda.
Tafla yfir endurvottunarferlið fyrir öll vottunarstig.
Endurvottunarferlið
Matið á reynslu verkefnisstjórans er byggt á þremur þáttum: ábyrgð í verkefnum, umfangi verkefna og þeim tíma sem verkefnastjórinn ver af vinnutíma sínum til verkefnastjórnunar.
Verkefnastjórinn er beðinn um að veita upplýsingar um þau verkefni sem hann hefur unnið að og/eða stýrt á tímabilinu. Það verður að koma fram í upplýsingunum hvaða verkefni um er að ræða, umfang þess og hvert hlutverk verkefnastjórans í þeim hefur verið. Nauðsynlegt er að láta einnig 3 nöfn meðmælenda fylgja með hverju verkefni, þ.e. nöfn einstaklinga sem matsmenn geta haft samband við til að staðfesta þátttöku og hlutverk umsækjanda í verkefninu.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til reynslutíma við endurvottun:
Mat á endurmenntun/viðhaldi þekkingar
Matið á endurmenntun/viðhaldi þekkingar felst t.d. í eftirfarandi:
Hafi verið skriflega kvartað undan umsækjanda, vinnu hans/hennar eða fagmennsku, ber umsækjanda skylda til að upplýsa um þau tilvik í umsókn sinni til endurvottunar.
Matsmenn meta út frá þessum upplýsingum og þeim forsendum frá IPMA sem liggja til grundvallar endurvottun hverju sinni, hvort viðkomandi verkefnastjóri á rétt á endurvottun.
Aðgerðir matsmanna eru eftirfarandi:
1: Nær umsækjandi fær endurvottun
2: Skýra betur endurvottunin er háð umsögnum meðmælenda, hugsanlegum kvörtunum og/eða frekari upplýsingum frá umsækjanda.
3: Viðtal endurvottunin er háð árangri umsækjanda í viðtali og/eða umsögnum meðmælenda og hugsanlegum kvörtunum.
Liggi vafi á því hvort umsækjandi fullnægi kröfum um endurvottun skal annars vegar hafa samband við þá meðmælendur sem hann hefur tilgreint og hins vegar bjóða umsækjanda að sitja viðtal með matsmönnum. Mæti umsækjandi ekki í viðtal hlýtur hann ekki endurvottun.
Matsmenn gera tillögu til umsjónarmanna vottunarinnar um hvort umsækjandi fái eða fái ekki endurvottun.
Endurvottunin gildir í 5 ár fyrir A, B, C og D-stig. Sá kostnaður sem er samfara endurvottuninni greiðist af umsækjanda.
Umsóknargögn sendist á vottun(at)vsf.is