Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) var stofnað 23. maí 1984 í því augnamiði að leiða þróun og eflingu verkefnastjórnunar á Íslandi. Félagið er öllum opið og skráðir meðlimir félagsins eru rúmlega 500; einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir.

Tilgangur félagsins er að kynna aðferðir verkefnastjórnunar og efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Í þessu skyni hefur félagið skilgreind markmið og verksvið.

Markmið félagsins eru:

  • að standa fyrir öflun og dreifingu upplýsinga um verkefnastjórnun
  • að stuðla að menntun og rannsóknum á sviði verkefnastjórnunar
  • að kynna og auka skilning á nauðsyn markvissrar verkefnastjórnunar
  • að stuðla að íslenskri málnotkun á sviði verkefnastjórnunar

Verksvið félagsins eru:

  • að stofna til funda og ráðstefna og stuðla að öflugu fræðslustarfi um verkefnastjórnun  
  • að koma á, taka þátt í og viðhalda samstarfi við innlend og erlend félög með sambærileg markmið
  • að stuðla að endurmenntun verkefnastjóra og skapa félögum möguleika á starfsvettvangi erlendis
  • að standa fyrir vottun verkefnastjóra og tryggja alþjóðlega viðurkenningu hennar
  • að viðhalda gagnabanka um íðorð í verkefnastjórnun
  • að stuðla að virkum áhugahópum um einstaka þætti verkefnastjórnunar

Skrifstofa:

Skrifstofa félagsins er að Engjateigi 9.  Sími 8973425