Vottanir haust 2024– Opið ferli

Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn þriðjudaginn 13. ágúst  2024 kl. 12:15-12:45. Kynningin er opin öllum og haldin á Teams. Sjá glærur

 

Í framhaldi af kynningunni er tekið við umsóknum til 30. ágúst og próf haldin  9. ,10. og 11.september 2024.

Umsóknir um IPMA B, C og D stigs vottun berast á netfangið vottun@vsf.is.

Prófin eru rafræn (heimapróf) og fá skráðir próftakar tengil á prófið degi fyrir prófdag en prófið er aðeins aðgengilegt á auglýstum próftíma.