Hvað er IPMA vottun A-stig?

IPMA A-stig - Certified Projects Director (Vottaður verkefnastjóri verkefnastofna og verkefnaskráa)

Verkefnastjórnunarfélagið vottar ekki skv. þessu stigi, en hefur verið í samstarfi við stærri félög um þetta stig.  Þannig hafa Norðurlöndin sameinast um slíka vottun, auk þess sem að hægt er að hljóta hana í Bretlandi, Þýskalandi og víðar.

Hverjir geta fengið vottun skv. A-stigi?

Hefur undanfarin 8 ár a.m.k. að minnsta kosti 5 ára reynsla í stjórnun flókinna verkefna, þar af að minnsta kosti 3 ár sem stefnumótandi leiðtogi. Átta ára tímabilið má lengja í 12 ár með viðeigandi rökstuðningi.

Er fær um að stýra umfangsmiklum verkefnaskrám eða verkefnastofnum (lykilhæfni).

    • Er ábyrgur fyrir stjórnun umfangsmikilla verkefnaskráa fyrirtækis eða útibús fyrirtækis, eða ábyrgur fyrir stjórnun eins eða fleiri mikilvægra verkefnastofna innan fyrirtækis.
    • Tekur þátt í stefnumörkun og gerir tillögur til yfirstjórnar.
    • Byggir upp starfsmenn í verkefnastjórnun og þjálfar verkefnastjóra til að auka við hæfni þeirra í faginu.
    • Stýrir verkefnastjórum og þátttakendum í verkefnaskrám og/eða verkefnastofnum.
    • Hefur það hlutverk að leiða eða stýra þróun á innviðum og hæfni í verkefnastjórnun (þ.e. ferli, aðferðarfræði, tækni, tæki, handbækur og leiðbeiningar fyrir verkefnaskrár og/eða verkefnastofna ).

 

Megin viðmiðin um umfangsmikla (flækjustig) verkefnastofna og verkefnaskrár eru:

  • Fjöldi, mikilvægi, fjölbreytni og flækjustig starfandi verkefna innan verkefnastofnsins/-skrárinnar og fjöldi verkefnastjóra sem heyra undir viðkomandi.
  • Tillögur til yfirstjórnar til ákvörðunar sem og eigin ákvarðanir.
  • Val og þróun krafna til verkefnastjórnunar, aðferðarfræði, tækni, tækja, handbóka og leiðbeininga um verkefnastjórnun innan fyrirtækisins.
  • Áhrif á val, þjálfun og ráðningu verkefnastjóra.
  • Samhæfing allra verkefna innan verkefnastofns/-skráar og samsvörun við stefnumótun.