Prófin meta grunnþekkingu umsækjanda á einstökum þáttum aðferðafræði verkefnastjórnunar og eru unnin að erlendri fyrirmynd. Prófin eru rafræn (heimapróf) og fá próftakar sendan tengil á prófið. Eftir að umsækjendur hafa lokið prófi er það metið af matsmönnum VSF samkvæmt prófstaðli.
Mælt er með að próftaki hafi lesið Grunnviðmið IPMA um hæfni verkefnastjóra (Hugtakalykil um verkefnastjórnun)
Prófin eru á íslensku. Hægt er að þreyta prófin á ensku - er umsækjandi beðinn um að taka það fram sérstaklega strax við umsókn ef þess er óskað.
Próf á IPMA B stigi er þrjár klukkustundir og er byggt á opnum spurningum og verkefnum.
Próf á IPMA C stigi er þrjár klukkustundir og er byggt á opnum spurningum og verkefnum.
Próf á IPMA D stigi er þrjár klukkustundir og er byggt á krossaprófsspurnigum, opnum spurningum og verkefnum.
Matið á prófinu
Til að standast prófið á D stigi þarf próftaki að þekkja 80% af hæfnisþáttunum, þ.e. 23 af hæfnisþáttunum 28. Sömu kröfur eru gerðar til umsækjenda um B og C stig. Að auki þurfa þeir að þekkja 50% af lykilfæfnisvísunum. Kröfurnar sýnir umsækjandinn fram á í umsókn sinni, prófinu, skýrslunni og viðtalinu. Auk þekkingar á hæfnisþáttum og lykilhæfnisvísum þurfa rétt svör umsækjanda að vera 60% af prófinu.
Annað hvort nær umsækjandi prófi, eða ekki. Umsækjandi fær ekki uppgefna einkunn sína, en ef hann fellur á prófinu, fær hann tækifæri til þess að endurtaka prófið.
Próf í IPMA vottun eru haldin að jafnaði tvisvar á ári. Tímasetningar eru auglýstar á vefsíðu félagsins og í rafrænu fréttabréfi