Framkvæmd og samsetning prófa

Prófin meta grunnþekkingu umsækjanda á einstökum þáttum aðferðafræði verkefnastjórnunar og eru unnin að erlendri fyrirmynd. Stýrihópur vottunarmála VSF skipar próffulltrúa til yfirsetu á meðan á prófi stendur og skipuleggur stað og stund fyrir prófið. Eftir að umsækjendur hafa lokið prófi er það metið af matsmönnum VSF samkvæmt prófstaðli.

Mælt er með að próftaki hafi lesið Grunnviðmið IPMA um hæfni verkefnastjóra (Hugtakalykil um verkefnastjórnun)

Prófin eru á íslensku. Hægt er að þreyta prófin á ensku - er umsækjandi beðinn um að taka það fram sérstaklega strax við umsókn ef þess er óskað.

Gögn í prófi og frágangur

Umsækjanda er einungis heimilt að koma með penna og önnur skriffæri í prófið, reglustiku, liti, drykkjar - og matvöru. Einnig er mælt með því að umsækjandi taki með sér eyrnatappa, ef umhverfishljóð eru líkleg til að hafa truflandi áhrif á viðkomandi, en hávaði frá lyklaborðum og umgengni í húsnæði getur verið þó nokkur.  Það er með öllu óheimilt að koma með glósur, bækur, farsíma, tölvur og annað sem getur truflað einbeitingu annara próftaka (hægt er að biðja próffulltrúa fyrir hlutina, ef nauðsyn þykir).

Prófin standa yfir í  þrjá klukkutíma.

Opnum spurningum (ritgerðarspurningum) er svarað á tölvu. Umsækjendur, sem kjósa að handskrifa úrlausn sína, bera ábyrgð á að tryggja læsilega skrift á öllum gögnum sem skilað er inn. Matsmenn geta ákveðið að yfirfara ekki próf eða skjöl sem þykja illlæsileg.

Matið á prófinu

Prófið er yfirfarið og einkunn gefin fyrir hvert svar samkvæmt samræmdum staðli. Spurt er úr öllum þremur víddum Grunnviðmiðs IPMA um hæfni verkefnastjóra (Hugtakalykils) og gerð er krafa um lágmarkseinkunnir (6,0) í hverri vídd og góðrar meðaltalseinkunnar (6,0) fyrir prófið í heild.

Annað hvort nær umsækjandi prófi, eða ekki. Umsækjandi fær ekki uppgefna einkunn sína, en ef hann fellur á prófinu, fær hann ábendingar um þau svið verkefnastjórnunar sem hann þarf að leggja meiri áherslu á.


 Próf í IPMA vottun eru haldin að jafnaði  tvisvar á ári. Tímasetningar eru auglýstar á vefsíðu félagsins og í rafrænu fréttabréfi