Vottun febrúar 2023
Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn föstudaginn 13. janúar 2023 kl. 12:10-12:50. Kynningin er í streymi.
Fundurinn er til kynningar og opnunar á IPMA B, C og D stigs vottunarferli.
Þeir sem skrá sig á kynninguna fá sendan tengil fyrir fundinn. Skráning hér.
Í framhaldi af kynninguni verður tekið við umsóknum til 6. febrúar og próf haldið 17. febrúar 2023.
Umsóknir um IPMA B, C og D stigs vottun skulu berast á netfangið vottun@vsf.is.
Prófin eru rafræn (heimapróf) og fá skráðir próftakar tengil á prófið degi fyrir prófdag en prófið er aðeins aðgengilegt á auglýstum próftíma.
Vottun haustið 2021
Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn mánudaginn 6. september 2021. Fundurinn rafrænn.
Fundurinn er til kynningar og opnunar á IPMA B, C og D stigs vottunarferli. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá þátttöku.
Skráðir þátttakendur fá sendan tengil á fundinn fyrir fundardag. Skráning hér
Umsóknir um IPMA B, C og D stigs vottun skulu berast á netfangið vottun@vsf.is eigi síðar en mánudaginn 4. október.
Próf verður haldið föstudaginn 22. október kl. 13:00 - 16:00. Prófið er rafrænt.
Vottun haustið 2020
•Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9 kjallara, miðvikudaginn 9. september kl. 12:10.
•Fundurinn er til kynningar og opnunar á IPMA B, C og D stigs vottunarferli. Fundurinn er öllum opinn og ekki þarf að skrá sig á hann.
•Umsóknir um IPMA B, C og D stigs vottun skulu berast á netfangið vottun@vsf.is eigi síðar en mánudaginn 12. október.
•Próf verður haldið mánudaginn 26. október kl. 13:00 - 16:00. Prófið er haldið hjá Promennt, Skeifunni 11b, Reykjavík.
Fyrsta vottunarferlið 2020
Fyrsta opna vottunarferlið á árinu 2020 verur opnað með kynningarfundi þriðjudaginn 21. janúar 2020.
Kynningin fer fram í hádeginu í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9, Reykjavík.
Umsóknir um vottun skulu í síðasta lagi berast félaginu miðvikudaginn 5. febrúar.
Próf verður haldið föstudaginn 21. febrúar.
Nánara fyrirkomulag er kynnt á kynningarfundinum.
Vottun haust 2019
Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn miðvikudaginn 9. september kl. 12:10 í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9. Farið verður yfir vottunarferlið og kröfur til umsækjanda.
Umsóknir um vottun skulu í síðasta lagi berast félaginu mánudaginn 30. september
Próf verður haldið miðvikudaginn 9. október kl. 13 - 16.
Skráning óþörf. Allir velkomnir
Fyrsta vottunarferlið 2019
Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 12:10 í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9. Farið verður yfir vottunarferlið og kröfur til umsækjanda.
Umsóknir um vottun skulu í síðasta lagi berast félaginu mánudaginn 25. febrúar kl. 12:00.
Próf verður haldið miðvikudaginn 13. mars eftir hádegi.
Allir velkomnir, skráning óþörf
Vottun verkefnastjóra: ICB 4 tekur við af ICB 3.
Fyrsta vottun skv. nýjum grunnviðmiðum.
Næsta opna vottunarferli verður opnað með kynningarfundi 17. september kl. 12:10 í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9, kjallara.
Opið verður fyrir umsóknir til 1. október og próf haldið mánudaginn 8. október kl. 13 -16.
Eingöngu verður boðið upp á C og D stigs vottun að þessu sinni og verður fjöldi þátttakenda takmarkaður.
Þriðja útgáfa (ICB 3) Grunnviðmiða um hæfni verkefnastjóra er að renna sitt skeið á enda og verður þetta fyrsta vottunarferlið þar sem stuðst er við fjórðuútgáfu (ICB 4)
ICB 4 á íslensku er þegar aðgengileg hér. Umsóknargögn eru undir flipanum Vottun 4.
ICB 4 er flokkuð í viðfangssvið (e. domain, þ.e. verkefni, verkefnaskrá og verkefnastofn). VSF mun fyrst um sinn aðeins innleiða viðfangssviðið verkefni.
Hvert viðfangssvið hefur 3 hæfnissvið (Competence area, Eye of Competence). Hæfnissviðin eru Samhengi (Perspective), Fólk (People) og Aðferðir (Practice)
Undir hæfnissviðunum þremur eru alls 28 hæfnisþættir (Competence elements). Hver hæfnisþáttur getur haft mismunandi fjölda lykilhæfnisvísa (Key Competence Indicators), en alls eru þeir 133.
Til þess að hljóta vottun þurfa umsækjendur að sýna fram á þekkingu á 80% hæfnisþáttanna (A, B, C og D stig). Ennfremur þurfa umsækjendur um A, B og C stig að sýna fram á þekkingu á 50% þeirra lykilhæfnisvísa sem mynda hæfnisþættina.
IPMA vottun á Akureyri
VSF býður upp á vottun verkefnastjóra á Akureyri sem hér segir:
Umsóknir um B og C stig þurfa að berast eigi síðar en 29. ágúst.
Umsóknir um D stig þurfa að berast eigi síðar en 12. september
Próf verður haldið föstudaginn 21. september kl. 13 – 16 hjá Símey á Akureyri.
Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9 kjallara, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12:10.
Fundurinn er til kynningar og opnunar á IPMA B, C og D stigs vottunarferli. Fundurinn er öllum opinn og ekki þarf að skrá sig á hann.
Umsóknir um IPMA B og C stigs vottun skulu berast á netfangið vottun@vsf.is eigi síðar en mánudaginn 26. febrúar.
Umsóknir um IPMA D stigs vottun skal skila mánudaginn 5. mars.
Próf verður haldið miðvikudaginn 14. mars kl. 13:00 - 16:00. Prófið er haldið hjá Promennt, Skeifunni 11b, Reykjavík.
Það gefst einnig möguleiki að taka próf mánudaginn 9. apríl kl. 13:00 - 16:00. Það próf fer fram hjá NTV að Hlíðarsmára 9, 201 Kópavogur
Eldri fréttir
Næsta opna vottunarferli IPMA vottunar á vegum VSF hefst mánudaginn 18. september 2017 og lýkur með prófi 27. október
Kynningarfundur um IPMA vottunarferli VSF verður haldinn mánudaginn18. september í húsi Verkfræðingafélagsins, Engjateig 9, kjallara kl. 12:10. Fundurinn stendur í ca. 45. mín.
Frekari upplýsingar, umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á heimasíðu félagsins undir liðnum Vottun