Verkefnastjórnunarfélag Ísland veitir viðurkenningu fyrir lokaverkefni í meistaranámi MPM viðurkenning

í Verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík sem að mati stjórnar félagsins felur í sér mest framlag til þekkingar á sviði verkefnastjórnunar, er frumlegt en hefur jafnframt hagnýtingargildi nú eða í náinni framtíð. 


Það verkefni sem hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni er verkefnið  „Verkefnastjórnsýsla, hvar erum við stödd“ sem unnið var af þeim Bryndísi Reynisdóttur og Kristveigu Þorbergsdóttur. Viðurkenningin var afhent á útskriftardegi Háskólans í Reykjavík 22. júní. 

Á myndinni má sjá þær stöllur með viðurkenninguna.