Skráning hér

Vinnustofa – Traustar áætlanir fyrir kostnað og tíma

 

Á vinnustofunni mun Henrik Søndergaard þjálfa þátttakendur í að nota eina af bestu aðferðum í heimi til að spá fyrir um kostnað og tíma verkefna. Aðferðin byggir meðal annars á óvissugreiningu og er t.d. notuð í opinbera geiranum í Noregi þar sem 80% af viðkomandi verkefnum lýkur undir kostnaðaráætlun.

 

Skipulag vinnustofunnar er eftirfarandi:

  1. Kynning á aðferðinni (1 klst.)
  2. Gagnvirk vinnustofa þar sem þátttakendur beita aðferðinni fyrir 450 MW vindmylluverkefni  á hafi (2 klst.)

 

Sem þátttakandi færð þú

  1. Innsýn í mjög áhrifaríka aðferð sem:
    1. Minnkar óþarfa kostnað og bætir framkvæmd verkefna
    2. Virkjar og hvetur lykilþátttakendur í verkefnum
    3. Dregur úr streitu meðal þátttakenda í verkefnum
    4. Eykur arðsemi verkefna
    5. Glærur og sniðmát fyrir vinnustofuna

 

 

Um Henrik Søndergaard

Henrik er einn af fremstu sérfræðingum Norðurlanda um traustar kostnaðar- og tímaáætlanir. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af því að beita aðferðinni, allt frá litlum verkefnum upp í verkefni sem kosta milljarða Evra. Jafnframt er Henrik leiðandi í fyrstu norrænu vottuninni fyrir notendur aðferðarinnar. Henrik heldur úti YouTube rásinni „Risk Management & EBIT Control“. Hann er tíður fyrirlesari og heldur einnig vefnámskeið.

Henrik er með M.Sc. gráðu í verkfræði, IPMA B-vottun í verkefnastjórnun og próf í sálfræðimeðferð. Hann býr í Árósum í Danmörku með fjölskyldu sinni og ketti.