VSF hefur hafið notkun á forritinu Moodle fyrir próf í IPMA vottun. Moodle er hugbúnaður fyrir skóla og meðal notkunarmöguleika þess eru rafræn próf.

 

Fyrsta rafræna prófið þar sem Moodle kom við sögu var haldið fyrir skömmu og gekk það hnökralaust.

Mjög mörg aðildarlönd IPMA vinna nú að því að innleiða Moodle.