Í tengslum við þýðingu á nýrri útgáfu af Grunnviðmiðum IPMA um hæfni verkefnastjóra, ICB 4.0, skipaði stjórn VSF orðanefnd til að yfirfara og endurskoða íðorð verkefastjórnunar.

Orðanefnd VSF  skipuðu  Steinunn Halldórsdóttir, stjórn VSF, Óðinn Albertsson Mannviti, Helgi Þór Ingason prófessor í verkefnastjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík og Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Árnastofnun.

Nýjan íðorðalista má finna hér  Eldri íðorðalistar Íslenskt/enskt  Enskt/íslenskt

Um vinnuna við íðorðasmíð og orðalista úr verkefnastjórnun

 Við  uppfærslu íðorðalista um verkefnastjórnun var gengið út frá eftirfarandi:

  • Íðorð er heiti á hugtaki í tiltekninni sérgrein og hefur afmarkaða merkingu. 
  • Orðalistar úr  nýlegum bókum um verkefnastjórnun voru keyrðir saman við fyrirliggjandi orðalista úr hugtakalykli IPMA ICB3, svo úr varð listi u.þ.b. 400 orða
  • Farið var yfir orðalistann og orð flokkuð í þrjá flokka:

        1: Orð með beina skírskotun til verkefnastjórnunar

        2: Orð sem orðanefnd var í vafa um að hefði beina skírskotun

        3: Orð sem ekki tengdust verkefnastjórnun beinlínis

 

  • Eftir stóðu um 140 orð í flokki 1. Bætt var á listann þeim orðum eða hæfnisþáttum sem bætast við í nýjum hugtakalykli IPMA ICB4. Hæfnisþættir sem koma úr ICB 3 detta jafnframt út, ef þeir eru ekki skilgreindir sem sérstakir hæfnisþættir í ICB4.
  • Orð eru ekki talin tvisvar, svo sem þegar þau bæta við sig fleirtöluendingu (Íðorðin eru í eintölu ef ekki er um að ræða fleirtölunafnorð (dæmi: aðföng).
  • Íðorð getur verið eitt orð (dæmi: mat), samsett orð (dæmi: viðbragðsáætlun) eða orðasamband (dæmi: beiðni um breytingu; bundin leið)
  • Sleppt er almennum orðum ( dæmi: change) en þau höfð með  þegar tvö eða fleiri orð saman hafa verkefnastjórnunarlega skýrskotun ( dæmi  change control)
  • Þýðing á íslensku sem að mati nefndarinnar hefur ekki náð fótfestu í íslensku máli frá því að fyrri listi var búinn til var endurskoðuð.
  • Orð í flokki 1 eru þau orð sem nefndin skilar af sér til félagsins í formi excel skjals með eftirfarandi fjórum dálkum:  Íslenskt orð, íslenskt samheiti (ef til er), enskt orð og enskt samheiti (ef til er).