MPM alumni er samfélag fólks sem hefur lokið MPM námi á Íslandi og nemendur MPM-námsins.

Á Degi verkefnastjórnunar tilnefnir félagið MPMara ársins. Að þessu sinni hlaut Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, titilinn MPMari ársins. Í mati dómnefndar segir: „Hefur staðið sig gríðarlega vel sem sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Hefur leitt áhugaverð verkefni s.s. rannsóknir á hamingju íbúa og unnið að nýjum lausnum í fráveitumálum, auk þess sem hann hefur fært bætt skipulag og betri starfsmenningu í hreppinn.“

VSF óskar Þorsteini til hamingju með viðurkenninguna. Fulltrúi VSF í matsnefnd var Eiríkur Steinn Búason.

 MPMari ársins 2019

Á myndinni er Þorsteinn ásamt Helga Þór og Hauki Inga