Grunnviðmiðum IPMA um hæfni verkefnastjóra er ætlað að styðja breiðan hóp notenda í margvíslegum tilgangi. Þau voru þróuð og skrifuð með fjölbreyttan notendahóp í huga; m.a. matsaðila og vottunarnefndir aðildarfélaga IPMA, verkefnastjóra og starfsfólk í verkefnateymum, markþjálfa, ráðgjafa, kennara, leiðbeinendur og fræðasamfélagið.

Það er von VSF að nýja útgáfan reynist íslensku samfélagi vel, en mikil alúð hefur verið lögð í að hafa textann á lipurri íslensku.

Verið er að aðlaga vottunarferlið að kröfum IPMA um vottun skv. ICB 4, en áætlað er að vottanir skv. ICB 4 hefjist næsta vetur.

Síðustu vottanir skv. ICB 3 verða á Akureyri 21. september.

Útgáfu 4 af Grunnviðmiðum um hæfni verkefnastjóra má sækja hér