Kl. 9:00 - 12:00 er vinnustofa með Erik Månsson: Handle culture differences in project trams - to improve dialogue and effectiveness. Good leaders are not born but have to develop. Takmarkað sætaframboð er á vinnustofuna.

Ráðstefnan stendur frá kl. 13:00 - 17:00

10% afsláttur er á ráðstefnugjaldi ef skráð er fyrir 15. september. Sérstakt tilboð er fyrir þá sem bæði taka þátt í vinnustofu og ráðstefnu.

Allar upplýsingar um ráðstefnuna má finna á ráðstefnuvef VSF: http://www.verkefnastjornun.is/ frá og með 1. september.

Aðalfyrirlesarar eru tveir, Erik Månsson frá Svíþjóð og Sigríður Þormóðsdóttir.

Erindi Eriks nefnist: Lessons learned from large infrastructure projects

Erik mun bera saman byggingu sambærilega brúa í Evrópu (opinber framkvæmd) og Asíu (einkaframkvæmd) og tengja við IPMA Project Excellence módelið (IPMA PEB 1.0)

Sigríður Þormóðsdóttir sem starfar hjá Innovation Norway mun fjalla um Umbreytingu á opinberri stofnun

Erindið lýsir nálgun/aðdraganda og aðferðafræði sem notuð er í umbreytingaferli Innovasjon Norge og þeim lykilverkefnum sem hafa verið sett í gang. Farið verður yfir árangur, áskoranir, stöðuna í dag og næstu skref. Verkefnið snertir 600 manns í ýmsum löndum og fjölmörgum innlendum stofnunum í Noregi.

Að auki eru 8 önnur erindi þar sem fyrirlesarar miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00, á milli 17:00 og 18:00 er staupastund og tengslin styrkt.