IPMA Registration vottun (IPMA REG) er alþjóðlegt net gæðanámskeiða og námsleiða í verkefnastjórnun sem IPMA hefur metið og  vottað. IPMA hefur gert úttekt á námi í verkefnastjórnun við Viðskiptadeild Háskóla Íslands og vottað að skólinn hefur staðist öll viðmið sem IPMA gerir til námskeiða í verkefnastjórnun. Viðskiptadeild HÍ bætist því í hóp menntastofnana sem uppfylla alþjóðlega staðla í fræða- og fagsamfélagi. Samstarfið við IPMA tengir Háskólann við net sérfræðinga, aðgang að vinnu- og málstofum og eykur enn frekar faglega þróun.

 

Fyrir nemendur í verkefnastjórnun við HÍ hefur námið meira vægi í augum vinnuveitenda um allan heim, en aðildarlönd IPMA er um 70 talsins.

 

Tengiliður HÍ við IPMA er Inga Minelgaite, PhD, Prófessor við Viðskiptadeild

VSF óskar Háskólanum innilega til hamingju með IPMA REG vottunina.