Egill Skúli Ingibergsson
Egill Skúli Ingibergsson

 Allt frá stofnun Verkefnastjórnunarfélafs Íslands árið 1984 tók Egill Skúli virkan þátt í starfi félagsins og fylgdist grannt með starfseminni. Hann var matsmaður við vottun verkefnastjóra allt til ársins 2014 og sótti viðburði félagsins og ráðstefnur til 2019. Egill Skúli var traustur og ráðagóður bakhjarl við þýðingu og innleiðingu á 3. og 4. útgáfu Grunnviðmiða um hæfni verkefnastjóra, og þegar leitað var til hans í tilefni 30 ára afmæli félagsins á árinu 2014 tók hann  þeirri bón af áhuga og hjálpsemi. M.a. var tekið viðtal við hann sem finna má á netinu þar sem hann lýsir fyrstu kynnum sínum af verkefnastjórnun.

Fyrsta alþjóðaráðstefna um verkefnastjórnun var haldin í Vínarborg árið 1967. Hana sótti Egill Skúli og leiddu þessi kynni hans af verkefnastjórnun til þess að hann tileinkaði sér beitingu verkefnastjórnunar í störfum sínum og stóð fyrir tugum námskeiða um það efni á vegum Stjórnunarfélagsins.

Verkefnastjórnunarfélag Íslands vottar fjölskyldu Egils Skúla innilega samúð og þakkar honum ræktarsemina í garð félagsins í gegnum tíðina.