Koronaveiki faraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi IPMA. Venjulega hittast fulltrúar frá aðildarlöndunum, sem er æðsta vald IPMA, tvisvar á ári, á vor og haustfundi. Á þessum fundum eru mál og frambjóðendur til stjórnar borin undir atkvæði aðildarlandann.

Þessari venju hefur ekki verið hægt að fylgja, þannig. að innan IPMA var sett í gang vinna við að gera samtökin rafrænni, t.d. með rafrænum fundum og kosningum. Til þess að gera þessa breytingu þarf að breyta lögum félagsins þar sem þau kveða skýrt á um hvernig haga skuli fulltrúaráðsfundum og kosningum í IPMA. Breytingar á lögunum býða nú þess að fulltrúar aðildarlandann geti hist og kosið um lagabreytingarnar.

Á síðustu 10 vikum hafa 10 rafrænir fundir / kynningar verið haldnir á vegum IPMA. Fundarefnið hefur verið margvíslegt og í takt við þau málefni sem rædd eru á hefðbundnum IPMA fundum.

Aukin rafræn samskipti og ákvarðanataka eru í hraðri þróun hjá IPMA