Á myndinni eru talið frá vinstri; Gunnar Torfason, Jónas Frímannsson, Daníel Gestsson og Egill Skúli…
Á myndinni eru talið frá vinstri; Gunnar Torfason, Jónas Frímannsson, Daníel Gestsson og Egill Skúli Ingibergsson.

Gunnar var meðal frumkvöðla í beitingu verkefnastjórnunar á Íslandi og starfaði ötullega með Verkefnastjórnunarfélaginu frá stofnun þess. Hann vann að og hvatti til innleiðingar á vottunarkerfi IPMA og tók þátt í skipulagningu og framkvæmd fjölda ráðstefna um verkefnastjórnun. Hann var alla tíð áhugasamur um félagið og störf þess og ólatur við að mæta á viðburði þess.
Félagið vottar aðstandendum Gunnars Torfasonar innilega samúð sína.