Opinber stofndagur félagsins er 23.5.1984, en ástæðan fyrir því að viðburðarins var minnst þann 16. er sú að Reinhard Wagner fyrrum forseti IPMA og GPM (þýska verkefnastjórnunarfélagsins) var staddur á landinu til að taka þátt í Degi verkefnastjórnunar sem haldinn var í samvinnu Háskóla Íslands og VSF.

Dagskrá með fjölda fyrirlesara var fyrripart dags í HÍ og móttaka hjá VSF kl. 17-19.

Í hófinu hjá VSF  ávarpaði formaður, Aðalbjörn Þórólfsson, gesti og Reinhard Wagner flutti stutt erindi. Gestir þáðu ljúfar veitingar og styrktu tengslanet sitt með góðu spjalli.

Kærar þakkir til gesta sem sýndu félaginu áhuga með þáttöku sinni.