Júníhefti fréttabréfs IPMA Young Crew er komið glóðvolgt úr ritvélunum. Þar er m.a. fjallað um hina árlegu GYCW vinnustofu sem alþjóðasamtök Young Crew standa fyrir ár hvert, en í ár verður hún haldin í september í Dubrovnik í Króatíu.

Vinnustofan er frábært tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 20-35 ára til að fræðast um verkefnastjórnun og starf Young Crew. Í fréttabréfinu er einnig talað um landskeppnir háskólanema í verkefnastjórnun í aðildarlöndum IPMA sem gefur þáttökurétt á heimsmeistaramóti háskólanema í verkefnastjórnun sem er fyrirhugað á næsta ári. Aðildarfélagar í Young Crew Iceland geta sótt vinnustofuna. Frekari upplýsingar á youngcrew@vsf.is

Fréttabréfið í heild sinni er að finna hér .