17 09

Vottun verkefnastjóra veturinn 2018

Dagsetning: 17.09.2018
Tími: 12:10 - 13:00
Staðsetning: Engjateigur 9
Fundurinn er til kynningar og opnunar á IPMA  C og D stigs vottunarferli. Fundurinn er öllum opinn og ekki þarf að skrá sig á hann.
 
Umsóknir um IPMA  vottun skulu berast á netfangið vottun@vsf.is eigi síðar en mánudaginn 1. október.
 
Próf verður haldið mánudaginn 8. október kl. 13:00 - 16:00. Prófið er haldið hjá Promennt, Skeifunni 11b, Reykjavík.
 

Vottun verkefnastjóra: ICB 4 tekur við af ICB 3.

Fyrsta vottun skv. nýjum grunnviðmiðum.

Næsta opna vottunarferli verður opnað með kynningarfundi 17. september kl. 12:10 í Verkfræðingahúsi, Engjateig 9, kjallara.

Opið verður fyrir umsóknir til 1. október og próf haldið mánudaginn 8. október kl. 13 -16.

Eingöngu verður boðið upp á C og D stigs vottun að þessu sinni og verður fjöldi þátttakenda takmarkaður.

Þriðja útgáfa (ICB 3) Grunnviðmiða um hæfni verkefnastjóra er að renna sitt skeið á enda og verður þetta fyrsta vottunarferlið þar sem stuðst er við fjórðuútgáfu (ICB 4)

ICB 4 á íslensku er þegar aðgengileg hér. Umsóknargögn og leiðbeiningar koma síðar. 

ICB 4 er flokkuð í viðfangssvið (e. domain, þ.e. verkefni, verkefnaskrá og verkefnastofn). VSF mun fyrst um sinn aðeins innleiða viðfangssviðið verkefni.

Hvert viðfangssvið hefur 3 hæfnissvið (Competence area, Eye of Competence). Hæfnissviðin eru Samhengi (Perspective), Fólk (People) og Aðferðir (Practice)

Undir hæfnissviðunum þremur eru alls 28 hæfnisþættir (Competence elements). Hver hæfnisþáttur getur haft mismunandi fjölda lykilhæfnisvísa (Key Competence Indicators).

 Hæfnissvið