Sameining fyrirtækja

21 03

Sameining fyrirtækja

Dagsetning: 21.03.2018
Tími: 08:30 - 09:45

Origo logoNýherji, Applicon og TM Software sameinuðu krafta sína við upphaf árs 2018 undir nafinu Origo.

Það er að ýmsu að hyggja í sameiningarferli fyrirtækja og óhætt að segja að verkefnalisti þeirra sem koma að svo viðamiklu verkefni sé nánast endalaus. Brynjar Már Brynjólfsson, Verkefnastjóri Umbóta hjá Origo ætlar að fara yfir verkefnið í heild og þá vegferð sem farið var í frá maí 2017 og fram til 5. janúar 2018 þegar formleg sameining átti sér stað og nýtt nafn var kynnt til sögunar. Brynjar mun sérstaklega fjalla um þátttöku starfsfólks í þessu ferli og hvernig innri markaðssetning og upplýsingagjöf til starfsmanna var háttað í ferlinu.

Fundurinn verður í ráðstefnusal Origo, Borgartúni 37, 105 Reykjavík .

Skráning hér