18 04

Project Management: Mindhunter’s research project

Dagsetning: 18.04.2018
Tími: 14:00 - 15:00
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, stofa M101

Ann Burgess var frumkvöðull í að leggja áherslu á vettvangsgreiningar og viðtöl við gerendur. Í rannsókninni, sem var styrkt var af National Institute of Justice, var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt til afla gagna og greina þau. 
Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkefnið út frá sjónarmiðum verkefnastjórnunar, fjallað um hlutverk Atferlisvísindadeildar FBI í bandarísku réttarkerfi og þátt Ann í rannsókninni. Eins mun Ann lýsa persónulegri reynslu sinni af því að starfa með lögreglufulltrúnum John E. Douglas og Robert K. Ressler úr Mindhunter þáttunum. 

Ann Burgess starfar nú sem prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College School of Nursing og er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar bæði á gerendum, og ekki síður þolendum, ofbeldisverka. 

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Læknafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna, Mennta- og starfsþróunarsvið lögreglunnar, heilbrigðisvísindasvið HA, Verkefnastjórnunarfélagið og Rannsóknastofu í afbrotafræði við HÍ.

Hann verður í stofu M101 miðvikudaginn 18. april kl. 17.00 er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.