Haustráðstefna VSF nálgast!
:
:
:
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur
Leiðir til árangurs!
Hvernig sköpum við árangur í breytilegum heimi verkefna, fólks og framtíðar?
Alþjóðavottanir í verkefnastjórnun
Hefurðu áhuga á IPMA vottun?
Við bjóðum reglulega upp á opna rafræna kynningarfundi um alþjóðlegar vottanir í verkefnastjórnun.
Næsti fundur er í hádeginu þann 20.janúar.
Hlekkur í skráningu hér að neðan 👇
:
:
:
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur

Verkefnastjórnunarfélag Íslands óskar forsvarsmönnum VOGL námsins– Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun innilega til hamingju með að hafa á dögunum hlotið IPMA REG viðurkenningu frá International Project Management Association (IPMA). Þetta er fyrsta REG viðurkenningin sem veitt er hér á landi, og við hjá VSF erum bæði afar ánægð og stolt af því að hafa séð um útgáfu hennar sem eini viðurkenndi vottunaraðili IPMA á Íslandi. Viðurkenningin markar mikilvægan áfanga í faglegri þróun verkefnastjórnunarfræðslu á Íslandi og staðfestir að VOGL uppfyllir alþjóðleg gæðaviðmið í kennslu og þjálfun á þessu sviði. Alþjóðlegur gæðastimpill IPMA REG (Education & Training Registration System) er alþjóðlegt skráningarkerfi sem metur og viðurkennir fræðslu- og þjálfunarprógrömm sem uppfylla kröfur IPMA um faglega hæfni samkvæmt alþjóðaviðmiðum IPMA um hæfni verkefnastjóra (ICB - Individual Competence Baseline). Viðurkenningin staðfestir að innihald, kennsluhættir og markmið VOGL-námsins séu í fullu samræmi við þessi alþjóðlegu viðmið og að þátttakendur njóti fræðslu sem byggir á bestu starfsháttum í verkefnastjórnun og leiðtogafærni. Styrkir faglega þróun Með þessari viðurkenningu fær VOGL alþjóðlega stöðu sem skráð þjálfunarprógramm innan IPMA-samfélagsins. Það eykur gildi námsins fyrir nemendur sem nú geta nýtt sér viðurkennda hæfniþróun (CPD) og beina tengingu við IPMA vottanir en VOGL nemendur hafa um árabil lokið náminu með IPMA D vottun– Certified Project Management Associate. Samstarf og framþróun VOGL-námið er þróað og kennt af Nordica ráðgjöf í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands , og hefur á undanförnum árum eflt fjölda stjórnenda og verkefnastjóra með áherslu á bæði faglega og persónulega leiðtogahæfni. Við hjá VSF - Verkefnastjórnunarfélagi Íslands, fögnum þessum tímamótum sem mikilvægu framlagi til verkefnastjórnunar á Íslandi og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við VOGL og aðra aðila í þágu fagþróunar og gæðastefnu verkefnastjórnunar. Við óskum VOGL-teyminu innilega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir frábært samstarf í þágu faglegs vaxtar og framfara á Íslandi.

Nýr alþjóðlegur leiðarvísir um IPMA vottun í verkefnastjórnun (ICR 2025 – International Certification Regulations) er nú opin öllum. Skjalið útskýrir á skýran og hnitmiðaðan hátt hvernig vottunarferlið hjá IPMA gengur fyrir sig, hvaða skilyrði gilda á hverju stigi og hvernig matsferli og endurvottun fara fram í öllum aðildarlöndum IPMA - yfir 70 talsins! Markmiðið er að stuðla að gagnsæi, alþjóðlegri viðurkenningu og samræmi í vottunarstarfi IPMA um heim allan. 📌 Helstu atriði: Lýsir uppbyggingu vottunarkerfisins á öllum stigum og sviðum Skilgreinir hæfnisskilyrði og flækjustig Útskýrir lykilferla vottunar og endurvottunar Stuðlar að gagnsæi fyrir umsækjendur, matsaðila og aðra hagsmunaaðila Opinberlega aðgengilegt til notkunar og miðlunar 📄 Sækja skjalið hér → IPMA International Certification Regulations (Public) 2025 Ef þú hefur áhuga á að öðlast alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun samkvæmt IPMA 4-L-C kerfinu, þá er þetta gagnlegt upphafsskjal til að kynna sér ferlið og skilyrðin. Nánari upplýsingar á vefsíðu VSF, þar eru reglulegir kynningarfundir einnig auglýstir.
Það er ótrúlega spennandi að segja frá stofnun tveggja nýrra faghópa sem ætla að efla faglega umræðu og þekkingarmiðlun innan verkefnastjórnunar á Íslandi: 🔹 Leiðtogahæfni verkefnastjóra 🔹 Verkefnastofur og verkefnaskrár Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu félagar VSF sem tóku þátt í stofnfundi faghópa og stjórn VSF fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt sjálfboðastarf í þágu félagsins 💌 📌 Í faghópnum um leiðtogahæfni er áherslan á persónulegan og faglegan vöxt verkefnastjóra – samskipti, orkustjórnun, samningatækni, hvernig við peppum teymi og hvernig við byggjum upp öfluga, örugga og áhrifaríka leiðtoga í verkefnastjórnun. 📌 Í hópnum um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO) eru umræðurnar hagnýtar og djúpar – um ferla, governance, val á verkefnum, áhættumat, tól og tæki, og hvernig við byggjum upp vandað og faglegt utanumhald um fjárfestingasöfn og verkefnapípur. ✨ Stjórnendur hópanna eru komnir til starfa: ➡️ Þröstur Freyr Gylfason leiðir hópinn um leiðtogahæfni ➡️ Þröstur Elvar Óskarsson leiðir hópinn um verkefnastofur og verkefnaskrár Þeir eru báðir með mikla reynslu, djúpa innsýn og frábæran drifkraft – og við erum svo heppin að fá þá til liðs við okkur með öðrum frábærum meðstjórnendum 👏
Senda inn viðburð

