IPMA C vottun
IPMA C staðfestir hæfni til að stýra meðalflóknum verkefnum í ábyrgðarhlutverki. Umsækjandi þarf að hafa sýnt fram á að hann geti skipulagt, framkvæmt og lokið verkefnum í samræmi við markmið, með stjórnun á tíma, kostnaði, gæðum, áhættu og hagsmunaaðilum.
Reynsla sem tekin er til skoðunar fyrir IPMA C vottun þarf að hafa átt sér stað innan síðustu 6 ára. Í undantekningartilfellum eru verkefni skoðuð 10 ár aftur í tímann - með góðum rökstuðning.
Kröfur
IPMA C - Certified Project Manager
Að lágmarki 3 ára reynsla sem verkefnastjóri í ábyrgðarhlutverki við meðalflókin verkefni.
Reynsla sem er tekin til skoðunar fyrir IPMA C vottun þarf að hafa átt sér stað innan sex ára.
Dæmi um einkenni C verkefna (miðlungs flækjustig)
- Nokkrir hagsmunaaðilar sem þarf að samræma.
- Ákveðin áhætta og óvissa, en viðráðanleg og fyrirsjáanleg.
- Þörf á samhæfingu milli aðila, en í minna mæli en í B-verkefnum.
- Verkefnið hefur skýr markmið og er innan afmarkaðs umfangs, tíma og kostnaðar.
Nauðsynleg umsóknargögn
- umsókn (rafrænt form neðst á síðunni)
- ferilskrá (frjálst form en þarf að innihalda a.m.k. 2 meðmælendur)
- sjálfsmat út frá IPMA hæfniviðmiðum (þekking og reynsla)
- verkefnayfirlit
- útreikningur á flækjustigi verkefna
