IPMA Alþjóðavottanir í Verkefnastjórnun

Ef þú hefur áhuga á að fá viðurkenningu fyrir reynslu og þekkingu í verkefnastjórnun, þá eru IPMA Project Management Certifications (IPMA vottanir) frábær valkostur!

 IPMA vottanir eru viðurkenndar alþjóðlega, geta veitt þér sérstöðu á vinnumarkaði og styrkja möguleika þína á að vinna að stórum og spennandi  verkefnum.

01

Fagleg viðurkenning

IPMA vottun er viðurkennd víða um heim og staðfestir hæfni þína og reynslu í verkefnastjórnun. Vottunin er merki um að þú uppfyllir alþjóðlega viðurkenndar kröfur og ert tilbúinn að taka ábyrgð og leiða verkefni til árangurs.

02

Starfsþróun

Með því að sækja þér vottun getur þú aukið möguleika þína á nýjum störfum, aukinni ábyrgð eða fjölbreyttari verkefnum.

03

Tengslanet

Með því að verða hluti af IPMA samfélaginu opnast nýjar dyr til að eiga samskipti við fagfólk í verkefnastjórnun, bæði hérlendis og erlendis sem getur hjálpað þér í frekari starfsfþróun.

IPMA   B - C - D

Mismunandi stig vottana - fyrir mismunandi þekkingu og reynslu

B

Senior Project Manager

Vottun fyrir verkefnastjóra með a.m.k. 5 ára reynslu af stjórnun verkefna, þar af 3 ár í ábyrgðastöðu við stjórnun flókinna verkefna.

C

Project Manager

Vottun fyrir verkefnastjóra með a.m.k. 3 ára reynslu af stjórnun miðlungsflókinna verkefna.

D

Project Management Associate

Vottun fyrir þá sem hafa þekkingu á verkefnastjórnun. Ekki er gerð krafa um hagnýta reynslu.

Re-cert

Endurvottun

IPMA vottanir gilda í 5 ár. Að þeim tíma loknum er hægt að sækja um endurvottun án prófs og viðtals, að því gefnu að kröfur um endurmenntun og þróun séu uppfylltar.

IPMA vottun

Skref fyrir skref

List of Services

Verðskrá - IPMA vottanir

Verð fyrir félagsmenn VSF

IPMA D

73.000kr

félagaverð


  Endurvottun 30.250kr

Verð án félagaaðildar 88.000kr/42.350kr.

IPMA C

180.400kr

félagaverð


Endurvottun 66.500kr

Verð án félagaaðildar 207.900/78.100kr

IPMA B

233.200kr

félagaverð


Endurvottun 66.500kr

Verð án félagaaðildar 260.700kr/78.100kr

Ertu með spurningu um IPMA vottanir?

Vinsamlegast fylltu út formið og við svörum um hæl!

Fyrirspurn um IPMA vottanir