IPMA Alþjóðavottanir í Verkefnastjórnun
Ef þú hefur áhuga á að fá viðurkenningu fyrir reynslu og þekkingu í verkefnastjórnun, þá eru IPMA Project Management Certifications (IPMA vottanir) frábær valkostur!
IPMA vottanir eru viðurkenndar alþjóðlega, geta veitt þér sérstöðu á vinnumarkaði og styrkja möguleika þína á að vinna að stórum og spennandi verkefnum.
01
Fagleg viðurkenning
IPMA vottun er viðurkennd víða um heim og staðfestir hæfni þína og reynslu í verkefnastjórnun. Vottunin er merki um að þú uppfyllir alþjóðlega viðurkenndar kröfur og ert tilbúinn að taka ábyrgð og leiða verkefni til árangurs.
02
Starfsþróun
Með því að sækja þér vottun getur þú aukið möguleika þína á nýjum störfum, aukinni ábyrgð eða fjölbreyttari verkefnum.
03
Tengslanet
Með því að verða hluti af IPMA samfélaginu opnast nýjar dyr til að eiga samskipti við fagfólk í verkefnastjórnun, bæði hérlendis og erlendis sem getur hjálpað þér í frekari starfsfþróun.
IPMA B - C - D
Mismunandi stig vottana - fyrir mismunandi þekkingu og reynslu
B
Senior Project Manager
Vottun fyrir verkefnastjóra með a.m.k. 5 ára reynslu af stjórnun verkefna, þar af 3 ár í ábyrgðastöðu við stjórnun flókinna verkefna.
C
Project Manager
Vottun fyrir verkefnastjóra með a.m.k. 3 ára reynslu af stjórnun miðlungsflókinna verkefna.
D
Project Management Associate
Vottun fyrir þá sem hafa þekkingu á verkefnastjórnun. Ekki er gerð krafa um hagnýta reynslu.
Re-cert
Endurvottun
IPMA vottanir gilda í 5 ár. Að þeim tíma loknum er hægt að sækja um endurvottun án prófs og viðtals, að því gefnu að kröfur um endurmenntun og þróun séu uppfylltar.
IPMA vottun
Skref fyrir skref
List of Services
-
1. Hvaða vottun er líkleg til að hæfa mér?List Item 1
Skoðaðu yfirlitið yfir mismunandi stig vottana hér að ofan og taktu ákvörðun út frá reynslu þinni í verkefnastjórnun.
B - C - eða D?
-
2. Kynntu þér hæfniviðmið IPMAList Item 2
Allar IPMA vottanir byggja á alþjóðakröfum um hæfni í verkefnastjóra.
Kynntu þér hæfniviðmiðin áður en lengra er haldið.
-
3. Gerðu sjálfsmat á hæfniList Item 3
Öllum umsóknum um vottun þarf að fylgja sjálfsmat á hæfniviðmiðum IPMA.
-
4. Kynntu þér siðareglur IPMA
Vottaðir verkefnastjórar skuldbinda sig til að fylgja siðareglum IPMA í starfi sínu sem verkefnastjórar.
-
5. Sendu inn umsóknList Item 4
Formlegar umsóknir eru sendar frá undirsíðum IPMA vottana á vefsíðu VSF.
Opin vottunarferli eru a.m.k 2svar á ári, í upphafi árs og að hausti.
Að auki eru sérstök vottunarferli skipulögð fyrir nemendahópa og fyrirtækjahópa eftir þörfum í samráði við Verkfnastjórnunarfélag Íslands.
-
6. Taktu prófið
Allir umsækjendur taka 3ja tíma rafrænt próf í rafrænu prófakerfi VSF.
Prófin eru mismunandi eftir því stigi sem sóst er eftir.
Niðurstaða (staðið/fallið) berst innan 2ja vikna frá prófdegi.
Fyrir umsækjendur um D vottun er ferlinu þar með lokið en C og D fara að auki í viðtal með matsaðilum VSF.
-
7. Komdu í viðtal (B og C vottun)
Umsækjendur um B og C vottun eru boðaðir í viðtal eftir að hafa staðist próf.
Viðtalið er með tveimur vottuðum matsaðilum VSF með því markmiði að ræða hagnýta reynslu umsækjenda og tryggja 80% fylgni við hæfniviðmið IPMA.
-
8. Taktu á móti skírteininu!
Þegar prófi (og viðtali) hefur verið lokið farsællega færðu alþjóðlegt IPMA skírteini sent rafrænt.
Vottunin er einnig skráð á vefsíðu IPMA og hægt að sækja rafrænt merki (e.badge) og birta á Linkedin.
Verðskrá - IPMA vottanir
Verð fyrir félagsmenn VSF
IPMA D
73.000kr
félagaverð
Endurvottun 30.250kr
Verð án félagaaðildar 88.000kr/42.350kr.
IPMA C
180.400kr
félagaverð
Endurvottun 66.500kr
Verð án félagaaðildar 207.900/78.100kr
IPMA B
233.200kr
félagaverð
Endurvottun 66.500kr
Verð án félagaaðildar 260.700kr/78.100kr
Ertu með spurningu um IPMA vottanir?
Vinsamlegast fylltu út formið og við svörum um hæl!