• Leiðtogafærni verkefnastjórans

    Write your caption here
    Skrá mig í faghóp
  • Verkefnastofur og verkefnaskrár PMO

    Write your caption here
    Skrá mig

Faghópar VSF

Faghópar VSF eru vettvangur fyrir samtal, tengslanet og hagnýta færniþróun.

Hóparnir hittast reglulega, deila reynslu, skoða rannsóknir og prófa verkfæri sem nýtast í daglegum verkefnum.

Þátttaka er ókeypis fyrir félaga VSF.


Faghópur um leiðtogafærni

Hlutverk verkefnastjórans sem leiðtoga – samskipti, teymisvinna, ágreiningslausnir, árangursmiðun og hagnýt leiðtogatól í verki.
Hentar fyrir: Verkefnastjóra, teymisstjóra, stjórnendur og sérfræðinga sem vilja skerpa mjúku hliðina á faginu og sníða verkfærin að eigin verkefnum.


Stjórn faghóps um leiðtogafærni:

  • Umsjón: Þröstur Freyr Gylfason (Stjórnarráðið)
  • Meðstjórnendur: Laufey Ása Bjarnadóttir og Líf G. Gunnlaugsdóttir


Viðburðir framundan



Faghópur um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO)

Hlutverk, þroski og áhrif PMO – ferlar, stjórnarhættir, mælaborð, þjónustustig, og hvernig PMO eflir frammistöðu verkefna og verkefnaskráa.
Hentar fyrir: V
erkefnastjóra, PMO-leiðtoga/-sérfræðinga, gæðastjóra og stjórnendur sem bera ábyrgð á verkefnaumgjörð.


Stjórn faghóps um Verkefnastofur

  • Umsjón: Þröstur Elvar Óskarssson (Isavia)
  • Meðstjórnendur: Kristín Guðmundsdóttir, Benedikt Jón Þórðarsson, Alexandra Einarsdóttir


Viðburðir & verkefni framundan

  • Norræn samanburðarrannsókn á verkefnastofum (PMO) – ókeypis þátttaka fyrir aðildarfyrirtæki VSF.
    Þú færð sérsniðna skýrslu með stöðu, samanburði og umbótatækifærum.
    👉 Skrá PMO í rannsóknina:
    📄 Kynningarskjal (PDF):
  • Kynningarfundur faghóps PMO – dagsetning verður auglýst.






Algengar spurningar

Hvað kostar?
Ekkert – þátttaka er innifalin í félagsaðild VSF.

Hversu oft hittast hóparnir?
Yfirleitt á 2-3 mánaða fresti eða eftir þörfum. Dagskrá er birt á vef VSF og send til félaga sem hafa skráð sig í faghópa.

Get ég skráð mig í báða hópa?
Já, endilega.

Get ég lagt til efni eða haldið erindi?
Já! Sendu okkur línu vsf@vsf.is og segðu frá hugmyndinni.





Skráning í faghópa VSF

Faghópastarf - skráning