• Leiðtogafærni verkefnastjórans

    Write your caption here
    Skrá mig í faghóp
  • Verkefnastofur og verkefnaskrár PMO

    Write your caption here
    Skrá mig

Faghópar VSF

Faghópar VSF eru vettvangur fyrir samtal, tengslanet og hagnýta færniþróun.

Hóparnir hittast reglulega, deila reynslu, skoða rannsóknir og prófa verkfæri sem nýtast í daglegum verkefnum.

Þátttaka er ókeypis fyrir félaga VSF.


Faghópur um leiðtogafærni

Hlutverk verkefnastjórans sem leiðtoga – samskipti, teymisvinna, ágreiningslausnir, árangursmiðun og hagnýt leiðtogatól í verki.
Hentar fyrir: Verkefnastjóra, teymisstjóra, stjórnendur og sérfræðinga sem vilja skerpa mjúku hliðina á faginu og sníða verkfærin að eigin verkefnum.


Stjórn faghóps um leiðtogafærni:

  • Umsjón: Þröstur Freyr Gylfason (Stjórnarráðið)
  • Meðstjórnendur: Laufey Ása Bjarnadóttir og Líf G. Gunnlaugsdóttir


Viðburðir framundan



Faghópur um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO)

Hlutverk, þroski og áhrif PMO – ferlar, stjórnarhættir, mælaborð, þjónustustig, og hvernig PMO eflir frammistöðu verkefna og verkefnaskráa.
Hentar fyrir: V
erkefnastjóra, PMO-leiðtoga/-sérfræðinga, gæðastjóra og stjórnendur sem bera ábyrgð á verkefnaumgjörð.


Stjórn faghóps um Verkefnastofur

  • Umsjón: Þröstur Elvar Óskarssson (Isavia)
  • Meðstjórnendur: Kristín Guðmundsdóttir, Benedikt Jón Þórðarsson, Alexandra Einarsdóttir


Hlutverk faghópsins er að efla faglega þekkingu, hæfni og starfshætti tengda verkefnastjórnun í gegnum skilvirkar verkefnastofur og öflugar verkefnaskrár. Við leggjum áherslu á að:

  • Stuðla að faglegri þróun með því að dýpka skilning á hlutverki og gildi verkefnastofa og verkefnaskráa í að hámarka árangur verkefna.
  • Skapa virkan vettvang fyrir fagfólk til að miðla reynslu, læra af bestu starfsvenjum (best practices) og þróa aðferðir sem stuðla að betri yfirsýn, forgangsröðun og nýtingu auðlinda í verkefnum.
  • Tengja saman fræði og framkvæmd, með því að hvetja til samvinnu milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

 

Við leggjum áherslu á eftirfarandi aðgerðir til að styðja við stefnu hópsins:

  • Fræðslu og miðlun þekkingar: Halda reglulega fræðsluviðburði, vinnustofur og ráðstefnur þar sem fjallað er um þróun í verkefnastjórnun, hlutverk og mótun verkefnastofa, stjórnun verkefnaskráa og önnur tengd málefni.
  • Samstarf og tengslamyndun: Hvetja til samtals og samstarfs milli stjórnenda verkefnastofa, verkefnastjóra og annarra hagaðila. Stuðla að tengslaneti þar sem fagfólk getur lært hvert af öðru og eflt sameiginlegan skilning á árangursríkum lausnum.



Viðburðir & verkefni framundan

  • Norræn samanburðarrannsókn á verkefnastofum (PMO) – ókeypis þátttaka fyrir aðildarfyrirtæki VSF.
    Þú færð sérsniðna skýrslu með stöðu, samanburði og umbótatækifærum.
    👉 Skrá PMO í rannsóknina:
    📄 Kynningarskjal (PDF):
  • Kynningarfundur faghóps PMO – dagsetning verður auglýst.





Algengar spurningar

Hvað kostar?
Ekkert – þátttaka er innifalin í félagsaðild VSF.

Hversu oft hittast hóparnir?
Yfirleitt á 2-3 mánaða fresti eða eftir þörfum. Dagskrá er birt á vef VSF og send til félaga sem hafa skráð sig í faghópa.

Get ég skráð mig í báða hópa?
Já, endilega.

Get ég lagt til efni eða haldið erindi?
Já! Sendu okkur línu vsf@vsf.is og segðu frá hugmyndinni.





Skráning í faghópa VSF

Faghópastarf - skráning