Faghópar VSF
Faghópar VSF eru vettvangur fyrir samtal, tengslanet og hagnýta færniþróun.
Hóparnir hittast reglulega, deila reynslu, skoða rannsóknir og prófa verkfæri sem nýtast í daglegum verkefnum.
Þátttaka er ókeypis fyrir félaga VSF.
Faghópur um leiðtogafærni
Hlutverk verkefnastjórans sem leiðtoga – samskipti, teymisvinna, ágreiningslausnir, árangursmiðun og hagnýt leiðtogatól í verki.
Hentar fyrir: Verkefnastjóra, teymisstjóra, stjórnendur og sérfræðinga sem vilja skerpa mjúku hliðina á faginu og sníða verkfærin að eigin verkefnum.
Stjórn faghóps um leiðtogafærni:
- Umsjón: Þröstur Freyr Gylfason (Stjórnarráðið)
- Meðstjórnendur: Laufey Ása Bjarnadóttir og Líf G. Gunnlaugsdóttir
Viðburðir framundan
Faghópur um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO)
Hlutverk, þroski og áhrif PMO – ferlar, stjórnarhættir, mælaborð, þjónustustig, og hvernig PMO eflir frammistöðu verkefna og verkefnaskráa.
Hentar fyrir: Verkefnastjóra, PMO-leiðtoga/-sérfræðinga, gæðastjóra og stjórnendur sem bera ábyrgð á verkefnaumgjörð.
Stjórn faghóps um Verkefnastofur
- Umsjón: Þröstur Elvar Óskarssson (Isavia)
- Meðstjórnendur: Kristín Guðmundsdóttir, Benedikt Jón Þórðarsson, Alexandra Einarsdóttir
Viðburðir & verkefni framundan
- Norræn samanburðarrannsókn á verkefnastofum (PMO) – ókeypis þátttaka fyrir aðildarfyrirtæki VSF.
Þú færð sérsniðna skýrslu með stöðu, samanburði og umbótatækifærum.
👉 Skrá PMO í rannsóknina:
📄 Kynningarskjal (PDF): - Kynningarfundur faghóps PMO – dagsetning verður auglýst.
Algengar spurningar
Hvað kostar?
Ekkert – þátttaka er innifalin í félagsaðild VSF.
Hversu oft hittast hóparnir?
Yfirleitt á 2-3 mánaða fresti eða eftir þörfum. Dagskrá er birt á vef VSF og send til félaga sem hafa skráð sig í faghópa.
Get ég skráð mig í báða hópa?
Já, endilega.
Get ég lagt til efni eða haldið erindi?
Já! Sendu okkur línu vsf@vsf.is og segðu frá hugmyndinni.
