IPMA D Certified Project Management Associate

IPMA D vottun staðfestir þekkingu á hugtökum, aðferðum og verkfærum verkefnastjórnunar samkvæmt hæfniviðmiðum IPMA.
Hún er ætluð einstaklingum sem eru að hefja feril sinn í verkefnastjórnun eða vilja staðfesta fræðilega hæfni sína áður en þeir taka að sér ábyrgðarhlutverk.

Reynsla er ekki skilyrði fyrir IPMA D vottun, en umsækjandi þarf að sýna fram á skilning og beitingu hugtaka í mismunandi aðstæðum.


Kröfur

  • Þekking og skilningur á öllum hæfniþáttum IPMA í ICB4 staðlinum(þekking, aðferðir, verkfæri).
  • Geta til að lýsa hvernig hugtök og verkfæri verkefnastjórnunar nýtast í raunverulegum verkefnum.


Einkenni D stigs

  • Þekkingarpróf fremur en reynslumat.
  • Áhersla á fræðilegan grunn og beitingu hugtaka í dæmum.
  • Hentar námsmönnum, nýútskrifuðum og einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í verkefnastjórnun.


Nauðsynleg umsóknargögn

  • Umsókn (rafrænt form neðst á síðunni).
  • Sjálfsmat út frá IPMA hæfniviðmiðum (rökstudd þekking).
Hæfniviðmið IPMA

01 Umsókn

Fyrsta skref er að sækja form fyrir sjálfsmat og meta eigin þekkingu samkvæmt hæfniviðmiðum IPMA. 

Að lokum er umsóknarformið hér að neðan fyllt út.

02 Próf

Þegar umsókn hefur verið samþykkt færðu boð í próf á áður auglýstum tíma. Minnst sólahring fyrir próf færðu sent í tölvupósti link í rafrænt prófakerfi VSF.  Niðurstöður úr prófi berast í síðasta lagi 2 vikum eftir prófdag.

03 Skírteini

Þegar próf er staðið og gengið hefur verið frá greiðslu færðu sent rafrænt alþjóðlegt skírteini fyrir IPMA D votttun.

Vottunin er gild í 5 ár en eftir þann tíma er hægt að sækja um endurvottun.

Umsókn um IPMA D vottun