IPMA B vottun
IPMA B vottun staðfestir hæfni til að leiða flókin verkefni, verkefnasöfn eða verkefnaskrár sem hafa veruleg áhrif á skipulagsheild. Umsækjandi þarf að hafa sýnt fram á hæfni til að takast á við fjölbreytta hagsmunaaðila, áhættu, óvissu og mikla samhæfingarþörf.
Hægt er að sækja um IPMA B vottun á þremur sviðum:
- Project - einstaka verkefni
- Programme - verkefnasafn
- Portfolio - verkefnaskrá
Reynsla sem tekin er til skoðunar fyrir IPMA B vottun þarf að hafa átt sér stað innan síðustu 8 ára. Í undantekningartilfellum eru verkefni skoðuð 12 ár aftur í tímann - með góðum rökstuðning.
Kröfur
IPMA B Certified Senior Project Manager
Að lágmarki 5 ára reynsla sem verkefnastjóri í ábyrgðarhlutverki við stjórnun verkefna, þar af að minnsta kosti 3 ár sem ábyrgðaraðili á flóknum verkefnum.
IPMA B Certified Programme Manager
Að lágmarki 5 ára reynsla í ábyrgðarhlutverki við stjórnun verkefnastofna, þar af að minnsta kosti 3 ár sem ábyrgðaraðili á flóknum verkefnastofnum.
IPMA B Certified Portfolio Manager
Að lágmarki 5 ára reynsla í ábyrgðarhlutverki við stjórnun verkefnaskráa, þar af að minnsta kosti 3 ár sem ábyrgðaraðili á flóknum verkefnaskráum.
Hvað einkennir B -verkefni? (hátt flækjustig)
- Einstök verkefni eða verkefnasöfn.
- Fjölmargir hagsmunaaðilar með mismunandi kröfur og væntingar.
- Veruleg áhætta og óvissa sem þarf að stýra.
- Verkefnið krefst samhæfingar margra ferla, auðlinda og teymis.
- Áhrif verkefnisins á skipulagsheild eru mikil, þó ekki alltaf á stefnumótandi plani.
- Umsækjandi ber ábyrgð á verkefninu í heild – frá upphafi til loka.
Nauðsynleg umsóknargögn
- umsókn (rafrænt form neðst á síðunni)
- ferilskrá (frjálst form en þarf að innihalda a.m.k. 2 meðmælendur.
- Sjálfsmat út frá IPMA hæfniviðmiðum
- Verkefnayfirli
- Útreikningur á flækjustigi verkefna
Eftir fyrstu yfirferð umsóknar verður að auki óskað eftir verkefnaskýrslu
Hvert er ferlið við B umsókn?
1. Umsókn (Application)
Umsækjandi skilar inn rafrænni umsókn með ferilskrá, verkefnalista með flækjustigsmati og sjálfsmati út frá IPMA hæfniviðmiðum.
Hægt er að skila IPMA B umsóknargögnum á íslensku eða ensku.
2. Forskoðun (Pre-assessment)
Matsaðilar VSF fara yfir hvort umsækjandi uppfylli grunnskilyrði, s.s. reynsluár og flækjustig verkefna. Ef forsendur eru til staðar er umsækjanda boðið að halda áfram í vottunarferlinu.
3. Skriflegt próf (Written Exam)
Umsækjandi fer í 3ja klst skriflegt próf í rafænu prófakerfi VSF.
4. Verkefnaskýrslur (Project Report)
Umsækjandi skilar ítarlegri skýrslu um reynslu sína. Þar er lýst flækjustigi, hlutverki umsækjanda og hvernig hæfni skv. ICB var beitt við stjórnun verkefnis/verkefnistofns/verkefnaskrár.
5.Viðtal (Interview)
Umsækjandi tekur þátt í 2 klst viðtali þar sem farið er yfir verkefnaskýrslurnar, reynslu og hæfni. Matsaðilar staðfesta samræmi milli gagna og frásagnar og að umsækjandi uppfylli allar kröfur um B vottun.
IPMA A viðtöl fara fram með íslenskum matsaðilum á íslensku. Hægt er að óska eftir viðtali á ensku.
6. Ákvörðun (Decision)
Niðurstöður matsaðila eru lagðar fyrir VSF vottun (Certification Body) sem tekur endanlega ákvörðun um vottun.
Ef niðurstaðan er jákvæð fær umsækjandi útgefið IPMA B vottorð sem gildir í 5 ár.

