Fólkið á bakvið félagið
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
Verkefnastjórnunarfélag Íslands er ekki rekið í hagnaðarskyni og byggir farsæld sína á styrkum félagahóp, fjölda sjálfboðaliða, náinni samvinnu við fyrirtæki og menntastofnanir og ástríðu Íslendinga fyrir fagmennsku í verkefnastjórnun.
Formaður VSF: Aðalbjörn Þórólfsson
Framkvæmdastjóri VSF: Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Stjórn VSF
Megin verkefni stjórnar VSF er að fylgja eftir markmiðum og verksviði félagsins samkvæmt lögum þess. Stjórn félagsins undirbýr aðalfundi, leggur fram skýrslu félagsins og reikninga til samþykktar, undirbýr fjárhagsáætlun og leggur fram tillögu að félagsgjöldum. Stjórn félagsins getur þess að auki skipað verkefnishópa til að vinna að afmörkuðum verkefnum og lagt fram tillögu að heiðursfélögum þegar það á við.
Stjórn vottunarmála
Stjórn vottunarmála ber höfuðábyrgð á alþjóðavottunum í verkefnastjórnun í samstarfi við IPMA (International Project Management Assocication)
Félag ungra verkefnastjóra á Íslandi
Félag ungra verkefnastjóra er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-35 ára með áhuga á faglegri verkefnastjórnun. Félagið starfar á alþjoðavettvangi í samstarfi við IPMA Young Crew og hefur þann tilgang að styðja við faglega þróun, þekkingarmiðlun og tengslanet ungra verkefnastjóra á Íslandi.
Ráðgjafanefnd VSF vottunar
Ráðgjafanefnd samanstendur af ólíkum hagaaðilum IPMA/VSF vottunar og hefur það hlutverk að veita almenna endurgjöf og ráð til VSF vottunar og stjórnar vottunarmála til að tryggja ánægju hagaðila og stöðugar umbætur á starfseminni.