IPMA A vottun
IPMA A Vottaður Verkefnastjórnandi hefur starfað í mjög flóknu verkefnaumhverfi og borið höfuðábyrgð á forystu verkefna, verkefnasafna eða verkefnaskráa, sem hafa stefnumarkandi áhrif á skipulagsheild.
Hægt er að sækja um IPMA A vottun á þremur sviðum:
- Project - einstaka verkefni
- Programme - verkefnasafn
- Portfolio - verkefnaskrá
Reynsla sem tekin er til skoðunar þarf að hafa átt sér stað innan síðustu 12 ára.
Kröfur
IPMA A Certified Project Director
Að lágmarki 5 ára reynsla sem verkefnastjóri í ábyrgðarhlutverki við forystu mjög flókinna verkefna, þar af minnst 3 ár á stefnumótandi stigi.
IPMA A Certified Programme Director
Að lágmarki 5 ára reynsla sem verkefnasafnstjóri í ábyrgðarhlutverki við forystu mjög flókinna verkefnasafna.
EÐA
Að lágmarki 4 ára reynsla sem verkefnasafnstjóri í ábyrgðarhlutverki við forystu mjög flókinna verkefnasafna,
OG
Að lágmarki 3 ára reynsla sem verkefnastjóri í ábyrgðarhlutverki við stjórnun mjög flókinna verkefna á stefnumótandi stigi.
IPMA A Certified Portfolio Director
Að lágmarki 5 ára reynsla sem verkefnaskráarstjóri í ábyrgðarhlutverki við forystu mjög flókinna verkefnaskráa.
EÐA
Að lágmarki 4 ára reynsla sem verkefnaskráastjóri í ábyrgðarhlutverki við forystu mjög flókinna verkefnaskráa.
OG
Að lágmarki 3 ára reynsla sem verkefnastjóri í ábyrgðarhlutverki við stjórnun mjög flókinna verkefna á stefnumótandi stigi.
Hvað einkennir A verkefni? (mjög hátt flækjustig)
- Mjög flókin verkefni eða verkefnasöfn með stefnumótandi þýðingu.
- Fjölbreyttir og margir hagsmunaaðilar, oft með ólíka eða andstæða hagsmuni.
- Mikil áhætta og óvissa (t.d. pólitísk, tæknileg, fjárhagsleg).
- Mörg tengsl og samþætting við önnur verkefni og áætlanir.
- Mikilvægar afleiðingar fyrir skipulagsheild eða samfélag.
- Umsækjandi er í forystuhlutverki.
Nauðsynleg umsóknargögn
- umsókn (rafrænt form birtist von bráðar), annars vottun@vsf.is
- ferilskrá (frjálst form en þarf að innihalda a.m.k. 2 meðmælendur)
-
Sjálfsmat út frá IPMA hæfniviðmiðum (þekking og reynsla)
-
Verkefnayfirlit
- Útreikningur á flækjustigi verkefna
Eftir fyrstu yfirferð umsóknar verður að auki óskað eftir verkefnaskýrslu
Hvert er ferlið við A umsókn?
1. Umsókn (Application)
Umsækjandi skilar inn rafrænni umsókn með ferilskrá, verkefnalista með flækjustigsmati og sjálfsmati út frá IPMA hæfniviðmiðum.
Skila þarf IPMA A umsóknargögnum á ensku.
2. Forskoðun (Pre-assessment)
Matsaðilar VSF fara yfir hvort umsækjandi uppfylli grunnskilyrði, s.s. reynsluár og flækjustig verkefna. Ef forsendur eru til staðar er umsækjanda boðið að halda áfram.
3. Verkefnaskýrsla (Project Report)
Umsækjandi skilar ítarlegri skýrslu um reynslu sína. Þar er lýst flækjustigi, hlutverki umsækjanda og hvernig hæfni skv. ICB var beitt við stjórnun verkefnis/verkefnistofns/verkefnaskrár.
4. Viðtal (Interview)
Umsækjandi tekur þátt í ítarlegu viðtali (yfirleitt 2–3 klst.) þar sem farið er yfir verkefnaskýrslurnar, reynslu og hæfni. Matsaðilar staðfesta samræmi milli gagna og frásagnar og að umsækjandi uppfylli allar kröfur um A vottun.
IPMA A viðtöl fara fram með erlendum matsaðilum og viðtölin fara fram á ensku.
5.Ákvörðun (Decision)
Niðurstöður matsaðila eru lagðar fyrir VSF vottun (Certification Body Board) sem tekur endanlega ákvörðun um vottun.
Ef niðurstaðan er jákvæð fær umsækjandi útgefið IPMA A vottorð sem gildir í 5 ár.