Félag ungra verkefnastjóra

Alþjóðleg þekkingarmiðlun og fagþróun fyrir unga verkefnastjóra!

Fyrir hverja?

Félag ungra verkefnastjóra (FUV) er íslenski armurinn af IPMA Young Crew. Starfsemin er fyrst og fremst miðuð að ungu og áhugasömu fólki á aldrinum 18-35 ára sem eru við nám og starf tengdu verkefnastjórnun.


Tilgangur FUV er

  • Vera vettvangur fyrir ungt fólk í faginu til að mynda tengsl, fræðast og eflast sem verkefnastjórar
  • Standa fyrir viðburðum sem höfða til unga verkefnastjóra hvort sem þau starfa í faginu, eru að/eru búin að mennta sig í verkefnastjórnun eða hafa áhuga á hvoru tveggja
  • Gefa ungum og efnilegum verkefnastjórum á Íslandi tækifæri á norrænu og alþjóðlegu samstarfi 
Hafðu samband

Áherslur FUV

  • Fræðsluviðburðir á borð við ráðstefnur, vinnustofur og fyrirlestra
  • Heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera vel í verkefnastjórnun
  • Mentorship program milli ungra og reyndari verkefnastjóra
  • Samstarfsviðburðir með VSF og IPMA Kids
  • Tengslamyndunarviðburðir o.fl.

Endalausir möguleikar!

Stjórn Félags ungra verkefnastjóra hefur tekið til starfa! Formaður stjórnar er Halla Margrét Hinriksdóttir.

Það eru spennandi tímar framundan og ef þú vilt taka þátt í starfinu eða benda á unga og efnilega verkefnastjóra í stjórn fylltu þá endilega út formið hér að neðan.

Hlökkum til að heyra frá þér!

Skráning í félag ungra verkefnastjóra

Samstarfsaðilar FUV á Íslandi

Lumarðu á hugmynd?

Við viljum heyra frá þér!

VSF og Félag ungra verkefnastjóra bjóða alla áhugasama verkefnastjóra velkomna í félagið og erum opin fyrir hugmyndum frá ungum verkefnastjórum um starfsemina.

Smelltu á hlekkinn að neðan ef þú lumar á hugmynd um starfsemina eða vilt vita meira!

Senda skilaboð