VOGL námið hlýtur IPMA REG viðurkenningu

13. október 2025

Mikilvæg tímamót í verkefnastjórnun á Íslandi

Verkefnastjórnunarfélag Íslands óskar forsvarsmönnum VOGL námsins– Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun innilega til hamingju með að hafa á dögunum hlotið IPMA REG viðurkenningu frá International Project Management Association (IPMA). 

Þetta er fyrsta REG viðurkenningin sem veitt er hér á landi, og við hjá VSF erum bæði afar ánægð og stolt af því að hafa séð um útgáfu hennar sem ein­i viðurkenndi vottunaraðili IPMA á Íslandi.
Viðurkenningin markar mikilvægan áfanga í faglegri þróun verkefnastjórnunarfræðslu á Íslandi og staðfestir að VOGL uppfyllir alþjóðleg gæðaviðmið í kennslu og þjálfun á þessu sviði.

Alþjóðlegur gæðastimpill
IPMA REG (Education & Training Registration System) er alþjóðlegt skráningarkerfi sem metur og viðurkennir fræðslu- og þjálfunarprógrömm sem uppfylla kröfur IPMA um faglega hæfni samkvæmt alþjóðaviðmiðum IPMA um hæfni verkefnastjóra (ICB - Individual Competence Baseline).

Viðurkenningin staðfestir að innihald, kennsluhættir og markmið VOGL-námsins séu í fullu samræmi við þessi alþjóðlegu viðmið og að þátttakendur njóti fræðslu sem byggir á bestu starfsháttum í verkefnastjórnun og leiðtogafærni.

Styrkir faglega þróun
Með þessari viðurkenningu fær VOGL alþjóðlega stöðu sem skráð þjálfunarprógramm innan IPMA-samfélagsins. Það eykur gildi námsins fyrir nemendur sem nú geta nýtt sér viðurkennda hæfniþróun (CPD) og beina tengingu við IPMA vottanir en VOGL nemendur hafa um árabil lokið náminu með IPMA D vottun– Certified Project Management Associate.

Samstarf og framþróun
VOGL-námið er þróað og kennt af Nordica ráðgjöf í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, og hefur á undanförnum árum eflt fjölda stjórnenda og verkefnastjóra með áherslu á bæði faglega og persónulega leiðtogahæfni.

Við hjá VSF - Verkefnastjórnunarfélagi Íslands, fögnum þessum tímamótum sem mikilvægu framlagi til verkefnastjórnunar á Íslandi og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við VOGL og aðra aðila í þágu fagþróunar og gæðastefnu verkefnastjórnunar.

Við óskum VOGL-teyminu innilega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir frábært samstarf í þágu faglegs vaxtar og framfara á Íslandi. 
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 21. ágúst 2024
Haustráðstefna VSF er óðum að taka á sig mynd.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 26. júlí 2024
Stjórn VSF hefur gengið frá ráðningu Agnesar Hólm Gunnarsdóttur sem nýrrar framkvæmdastýru félagsins. Agnes hefur töluverða reynslu af verkefnastjórnum, en hún hefur m.a. verið deildarstjóri
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 4. júlí 2024
Próf f. IPMA D-vottun mán 9.sept kl. 14:00 - Próf f.IPMA C-vottun þri 10.sept kl. 14:00