Nýjar reglur um IPMA alþjóðavottanir í verkefnastjórnun
18. júlí 2025

Alþjóðleg viðmið fyrir IPMA vottun – ný útgáfa komin út

Nýr alþjóðlegur leiðarvísir um IPMA vottun í verkefnastjórnun (ICR 2025 – International Certification Regulations) er nú opin öllum. Skjalið útskýrir á skýran og hnitmiðaðan hátt hvernig vottunarferlið hjá IPMA gengur fyrir sig, hvaða skilyrði gilda á hverju stigi og hvernig matsferli og endurvottun fara fram í öllum aðildarlöndum IPMA - yfir 70 talsins!
Markmiðið er að stuðla að gagnsæi, alþjóðlegri viðurkenningu og samræmi í vottunarstarfi IPMA um heim allan.
📌 Helstu atriði:
- Lýsir uppbyggingu vottunarkerfisins á öllum stigum og sviðum
- Skilgreinir hæfnisskilyrði og flækjustig
- Útskýrir lykilferla vottunar og endurvottunar
- Stuðlar að gagnsæi fyrir umsækjendur, matsaðila og aðra hagsmunaaðila
- Opinberlega aðgengilegt til notkunar og miðlunar
📄 Sækja skjalið hér → IPMA International Certification Regulations (Public) 2025
Ef þú hefur áhuga á að öðlast alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun samkvæmt IPMA 4-L-C kerfinu, þá er þetta gagnlegt upphafsskjal til að kynna sér ferlið og skilyrðin.
Nánari upplýsingar á vefsíðu VSF, þar eru reglulegir kynningarfundir einnig auglýstir.