Haustráðstefna VSF 2025
Leiðir til árangurs
Hvernig sköpum við árangur í breytilegum og fjölbreyttum heimi verkefna og verkefnateyma?
Hagnýtar upplýsingar
📍Hilton Reykjavík Nordica |Suðurlandsbraut 2
📆6.nóv 2025 |kl.8:30-16:30
🪙39.900-44.00isk
🔉Fyrirlestrar á íslensku og ensku
Um ráðstefnuna - Leiðir til árangurs
Í síbreytilegu starfsumhverfi þar sem nýjar áskoranir og tækninýjungar móta vinnudaginn – hvernig skilgreinum við árangur? Og hvernig tryggjum við að leiðin þangað sé bæði markviss, sjálfbær og mannleg?
Haustráðstefna VSF 2025 ber yfirskriftina „Leiðir til árangurs“ og dregur saman öflugt úrval sérfræðinga sem miðla reynslu sinni af árangursríkri verkefnastjórnun, skipulagsheildum í umbreytingu, áhrifum gervigreindar, og þróun verkefnamenningar í opinberum og einkareknum geirum.
Ráðstefnan er vettvangur til að :
Hlusta á innblásna fyrirlestra
Kynna sér hagnýt verkfæri
Læra af reynslu annarra
Efla tengslanetið
Innihald ráðstefnu
Við fáum meðal annars heimsókn frá Peter Taylor, alþjóðlega þekktum fyrirlesara og rithöfundi The Lazy Project Manager, auk fjölda íslenskra sérfræðinga eins og Sverrir Jónsson, Sóley Tómasdóttir, Baddy Sonja Breidert, Kristín Guðmundsdóttir, Sunna Björg Reynisdóttir og fleiri, sem deila lifandi dæmum úr íslenskum og alþjóðlegum veruleika.
Áhersla verður lögð á:
Vertu með!
Við lofum innblæstri, umræðum og verkfærum sem nýtast strax í þínum veruleika - hvort sem þú vinnur að verkefnum, breytingum eða umbótum innan fyrirtækis, í opinberum rekstri eða sem ráðgjafi.
Komdu til að læra, tengja og hafa gaman.
Við hlökkum til að sjá þig á Hótel Hilton Nordica þann 6.nóvember 2025! 🎈

Umsagnir frá ráðstefnugestum 2024