Fyrirlesarar og innblástur
Haustráðstefna VSF 2025 dregur saman fjölbreyttan hóp fyrirlesara – allt frá alþjóðlega þekktum rithöfundi til íslenskra sérfræðinga og reynslubolta úr ólíkum atvinnugreinum.
Á ráðstefnunni deila þeir:
- áhugaverðum reynslusögum
- hagnýtum verkfærum sem nýtast í starfi
- vangaveltum um árangur og áskoranir í breytilegu umhverfi verkefnastjórnunar
Við leggjum áherslu á jafnvægi milli innlendra og erlendra sjónarhorna – fræðilegs og hagnýts – og tryggjum að dagskráin henti jafnt verkefnastjórum, stjórnendum, ráðgjöfum og fagfólki sem vill efla sig og sitt fólk.
Lykilfyrirlestrar - Keynote
Á haustráðstefnu VSF 2025 fögnum við tveimur áhrifamiklum aðalfyrirlestrum sem varpa ljósi á ólíkar - en jafn mikilvægar leiðir til árangurs í verkefnastjórnun.
Hvor um sig fjallar um áskoranir samtímans: annars vegar um árangur með minni streitu og hins vegar um af hverju skipulag og verkfæri duga ekki ein og sér.
Þessi tvö erindi eru hjarta ráðstefnunnar og veita dýrmætan innblástur, óháð því hvort þú stýrir litlum verkefnum eða leiðir umfangsmiklar breytingar.
Peter Taylor
Keynote speaker and coach, Peter is the author of the number 1 bestselling project management book ‘The Lazy Winning Project Manager’, along with many other books on Project Management, PMO development, Executive Sponsorship, Transformation Leadership, and Speaking Skills.
He has built and led some of the largest PMOs in the world with organisations such as Siemens, IBM, UKG, and now Dayforce, where he is the VP Global PMO.
He has also delivered over 500 lectures around the world in 27 countries and has been described as "perhaps the most entertaining and inspiring speaker in the project management world today".
Torben Nielsen
Torben is a founding partner of Conscious Consulting, located in Denmark. Has over 20 years’ experience in executive positions in international companies & 20 years as partner in management consulting.
Torben loves Iceland and has worked here for a decade. He believes that understanding complexity and human dynamics is fundamental to next level project management / program leadership.
Aldís Arna Tryggvadóttir
Aldís Arna is a partner in Conscious Consulting, located in Iceland. She has a year-long background in business, coaching, conflict resolution, motivational speaking, stress consultancy, hypnotherapy & healing.
Aldís Arna defines success as such: BE who you want to be and DO what you want to do. In order to do good you have to feel good mentally, socially and physically.
Baddy Sonja Breidert
Baddý Sonja Breidert er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1xINTERNET, þar sem hún hefur leitt stefnumótun og vöxt fyrirtækisins með áherslu á opinn hugbúnað og stafrænna umbreytingu fyrir viðskiptavini á alþjóðavísu. Hún er sérfræðingur verkefnastjórnun og vann fyrstu ár fyrirtækisins sem verkefnastjóri stærstu verkefna 1xINTERNET.
Baddý er ötull fyrirlesari og hefur síðasta árið meðal annars talað á Web Summit í Lisbon og á CMS Summit í Þýskalandi.
Baddý Sonja er einnig stjórnarmaður í Defend Iceland, Origo, Helix Health og Drupal Association.
Berglind Hlíðkivst Þorgeirsdóttir
Berglind Hlíðkvist Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri í þróunardeild Össurar og hefur starfað hjá fyrirtækinu í sex ár, fyrst við tæknilega skjölun fyrir lækningatæki og síðustu tvö ár í verkefnastjórnun.
Hún er með MSc. í heilbrigðisverkfræði, lauk nýverið námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun ásamt D-vottun og er með Certified Scrum Master réttindi.
Berglind hefur leitt nokkur fjölbreytt og krefjandi þróunarverkefni með sérstaka áherslu á gervifætur. Hún leggur áherslu á skilvirk samskipti, teymisvinnu og stöðuga faglega þróun og er með sérstakan áhuga á Agile/Scrum aðferðum og möguleikum gervigreindar í verkefnastjórnun.
Gunnar Svavarsson
Gunnar er framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Hann er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands.
Gunnar stofnaði og var framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. um árbil og sat á Alþingi um tveggja ára skeið og var þá meðal annars formaður fjárlaganefndar. Þá starfaði hann í sveitarstjórnarmálum á annan áratug.
Gunnar hefur einnig verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og sinnt stjórnar- og rekstrarstörfum m.a. við verkefnið um Nýjan Landspítala auk fjölmargra annarra stjórnunarverkefna fyrir einka- og opinbera aðila.
Kristín Guðmundsdóttir
Kristín er deildarstjóri verkefnastofu hjá Orku náttúrunnar, með MS-gráðu í iðnaðarverkfræði og um tíu ára reynslu í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í verkefnaskráarstýringu, þróun ferla og umbótum á verklagi.
Hún brennur fyrir faglegri verkefnastjórnun, skýrum ferlum og því að styðja verkefnastjóra til árangurs.
Fyrir utan vinnuna er hún eiginkona og móðir úr Hafnarfirði sem hleður orkuna með prjóni, náttúruhlaupum og samveru með fjölskyldu og vinum.
Rúnar Freyr Ágústsson
Rúnar Freyr Ég er verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Orku náttúrunnar. Hann er Vél- og orkutæknifræðingur frá HR og IPMA-C vottun í verkefnastjórnun.
Rúnar er með um 7 ára reynslu í jarðhitageiranum á Íslandi, að mestum hluta í verkefnastýringu á fjárfestingaverkefnum tengdum bættri nýtingu auðlinda.
Sandra Gestsdóttir
Sandra hefur sinnt starfi deildarstjóra verkefnastofu LSH í rúm 2 ár. Fyrir það vann hún hjá Össur í 8 ár á rannsóknar- og þróunarsviði í ýmsum hlutverkum.
Sandra er lyfja- og líftæknifræðingur og vottaður verkefnastjóri.
Sóley Tómasdóttir
Sérfræðiþekking Sóleyjar byggir á langri reynslu af aktívisma, viðskiptum, opinberum rekstri og stjórnmálum í bland við akademíska þekkingu á femínískri breytingastjórnun.
Sóley hefur unnið að fjölmörgum umbótaverkefnum í samstarfi við aðila vinnumarkaðar, stjórnmálafólk, félaga- og grasrótarsamtök.
Sunna Björg Reynisdóttir
Sunna Björg Reynisdóttir er verkefnastjóri með yfir áratugs reynslu af stjórnun stórra innviða- og samgönguverkefna, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hún hefur sérhæft sig í stefnumótun, verkefnastjórnun og áætlanagerð fyrir umfangsmikil verkefni, auk þess að hafa víðtæka reynslu af þróun endurnýjanlegra orkukosta og alþjóðlegu samstarfi.
Sunna hefur starfað í rúm 5 ár hjá Vegagerðinni, í fjögur ár sem verkefnastjóri Borgarlínu og nú sem verkefnastjóri verkefnaskrár og verkefnisgátar á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar. Á þessum tíma hefur hún komið að ýmsum umbóta verkefnum er snúa að verkefnastjórnsýslu, kostnaðarmati verkefna, greiningu á útboðsskilmálum og sat í stýrihóp um kortlagningu og mat á verkefnastjórnun stofnunarinnar og val á hugbúnaði til að styðja við vegferð Vegagerðarinnar við stýringu framkvæmdaverka.
Áður starfaði hún hjá EFLU verkfræðistofu sem verkefnastjóri viðskiptaþróunar á orkusviði, verkefnastjóri jarðvarmaverkefna og markaðs- og kynningarstjóri. Sunna var framkvæmdarstjóri Orkuklasans og verkefnastjóri samgönguáætlunar í Innviðaráðuneytinu í tímabundnu láni.



