Faghópastarf á vegum VSF

9. apríl 2025

🚀 Tveir nýir faghópar innan Verkefnastjórnunarfélags Íslands 


Það er ótrúlega spennandi að segja frá stofnun tveggja nýrra faghópa sem ætla að efla faglega umræðu og þekkingarmiðlun innan verkefnastjórnunar á Íslandi:
🔹 Leiðtogahæfni verkefnastjóra
🔹 Verkefnastofur og verkefnaskrár

Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu félagar VSF sem tóku þátt í stofnfundi faghópa og stjórn VSF fyrir óeigingjarnt og metnaðarfullt sjálfboðastarf í þágu félagsins 💌

📌 Í faghópnum um leiðtogahæfni er áherslan á persónulegan og faglegan vöxt verkefnastjóra – samskipti, orkustjórnun, samningatækni, hvernig við peppum teymi og hvernig við byggjum upp öfluga, örugga og áhrifaríka leiðtoga í verkefnastjórnun.
📌 Í hópnum um verkefnastofur og verkefnaskrár (PMO) eru umræðurnar hagnýtar og djúpar – um ferla, governance, val á verkefnum, áhættumat, tól og tæki, og hvernig við byggjum upp vandað og faglegt utanumhald um fjárfestingasöfn og verkefnapípur.

✨ Stjórnendur hópanna eru komnir til starfa:
 ➡️ Þröstur Freyr Gylfason leiðir hópinn um leiðtogahæfni
 ➡️ Þröstur Elvar Óskarsson leiðir hópinn um verkefnastofur og verkefnaskrár
Þeir eru báðir með mikla reynslu, djúpa innsýn og frábæran drifkraft – og við erum svo heppin að fá þá til liðs við okkur með öðrum frábærum meðstjórnendum 👏 
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 21. ágúst 2024
Haustráðstefna VSF er óðum að taka á sig mynd.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 26. júlí 2024
Stjórn VSF hefur gengið frá ráðningu Agnesar Hólm Gunnarsdóttur sem nýrrar framkvæmdastýru félagsins. Agnes hefur töluverða reynslu af verkefnastjórnum, en hún hefur m.a. verið deildarstjóri
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 4. júlí 2024
Próf f. IPMA D-vottun mán 9.sept kl. 14:00 - Próf f.IPMA C-vottun þri 10.sept kl. 14:00