09 11

Verkefnastjórnun hjá Vegagerðinni - Agile og framkvæmdir

Dagsetning: 09.11.2017
Tími: 08:30 - 09:45
Staðsetning: Vegagerðin, Borgartúni 5-7

Hjá Vegagerðinni eru fjölmörg og stór verkefni í gangi hversu sinni. Verkefni Vegagerðarinnar teljast til allra stærstu og dýrustu verkefna sem unnin eru á íslandi á hverju ári. Hjá Vegagerðinni er því gríðarlega mikil og verðmæt reynsla á sviði verkefnastjórnunar, sem við fáum aðeins að kynnast á fundinum.

Við fáum innsýn í beitingu Agile hugmyndafræðinar í verkefnum Vegagerðarinnar og hvernig má nýta hana almennt í verkefnadrifnum fyrirtækjum og stofnunum.

Við fáum einnig innsýn í nokkur stór og spennandi verekfni sem núna eru í gangi, hvernig þeim er stýrt, fylgt eftir og árangur mældur.

Hverjir verða með okkur?

Viktor Steinarsson, upplýsingatæknistjóri og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar.

Hvar verðum við?

Hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík

Skráning hér