26 03

Reykjavíkurmaraþon

Dagsetning: 26.03.2019
Tími: 08:30 - 09:45
Staðsetning: Engjavegur 6

Fræðslufundur í samvinnu VSF og Dokkunnar

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var haldið árið 1984 og voru þátttakendur 214 talsins í þremur vegalengdum. Árið 2018 voru þeir alls 14.625 í sex vegalengdum.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka segir merkilega sögu um þátttöku almennings í íþróttaviðburðum. Þar sameinast iðkendur íþróttafélaga, skokkhópa og aðrir í stærsta íþróttaviðburði á Íslandi þar sem allir geta verið þátttakendur á eigin forsendum á hvaða aldurs-, eða getustigi sem er.

Reykjavíkurmaraþonið hefur sannað sig sem mikilvægur lýðheilsuviðburður. Rannsóknir sýna að fjöldaviðburðir í hreyfingu eins og Reykjavíkurmaraþonið hafa hvetjandi áhrif til æfinga og hreyfingar. Þeir sem hafa einu sinni tekið þátt eru frekar tilbúnir í lífsstílsbreytingu í hreyfingu í framhaldi af slíkum viðburði.

Á fræðslufundinum fáum við innsýn i stjórnun þessa risaverkefnis sem Reykjavíkurmaraþonið er. Verkefnið er heilsársverkefni og að mörgu að hyggja í undirbúningi, skipulagi og markaðssetningu innanlands sem utan. Eftir hvert hlaup tekur við frágangur, uppgjör, endurmat og greining. Allir þættir eru endurskoðaðir áður en farið er af stað við undirbúning næsta árs.

Hver verður með okkur?

Hildur Jóna Bjarnadóttir, verkefnastjóri viðburða-, lýðheilsu- og jafnréttismála hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur

Hvar verðum við?

Íþróttamiðstöðin í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. 3. hæð salur E

Skráning hér