21 02

RB: Áskoranir yfirstjórnenda

Dagsetning: 21.02.2018
Tími: 08:30 - 09:45
Staðsetning: Engjateigur 9

Undanfarin miseri hefur Reiknistofa Bankanna unnið að aðlögun og innleiðingu á nýju innlána og greiðslukerfi í samstarfi við tvo af eigendum sínum og helstu viðskiptavinum, Landsbanka og Íslandsbanka.  Kerfið leysir af hólmi áratugagömul heimasmíðuð kerfi sem þjónað hafa þessum grunnþáttum fjármálaþjónustu, og eru því - eðli málsins samkvæmt - vandlega samofin í daglega vinnslu tölvukerfa bankanna.  Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna og Íris Mjöll Gylfadóttir, verkefnastjóri segja okkur frá þessu umfangsmikla og flókna verkefni, helstu áskorunum þess frá sjónarhóli yfirstjórnenda og hagsmunaaðila og hvaða lærdóm megi helst draga af því.

Skráning hér