18 09

Hvað þarf til að ná árangri?

Dagsetning: 18.09.2019
Tími: 08:30 - 09:30
Staðsetning: Engjateigur 9

Hvað þarf til að ná árangri – Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Vertu þinn eigin þjálfari - Persónulegur árangur og hvating

 

Hann Siggi Raggi ætlar að vera með skemmtilegan pepp fyrirlestur um aðferðir sem fólk hefur notað til að verða framúrskarandi á sínu sviði.

  • Getur þú notað sömu aðferðir í að verða betri í því sem þú ert að fást við í þínu starfi, námi eða áhugamáli?
  • Hvernig fóru Gylfi Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir að því að verða best á landinu í fótbolta?
  • Hvernig fór Elín Metta Jensen að því að dúxa á inntökuprófinu í læknisfræði eftir að hafa ekki verið á meðal 50 efstu árið áður á sama prófi?
  • Viltu læra af öðrum sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði?

Siggi Raggi mun taka praktísk dæmi úr t.d. íþróttum, námi og tónlist sem er auðvelt að yfirfæra yfir á hvaða starf eða leik sem er. Hann kemur inn á mikilvægi þess að hafa vaxtarhugarfar fremur en fastmótað hugarfar og að þátttakendur taki sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun, færni og framþróun.

Skráning hér