Dagur verkefnastjórnunar í samvinnu VSF og MPM námsins

11 05

Dagur verkefnastjórnunar í samvinnu VSF og MPM námsins

Dagsetning: 11.05.2018
Tími: 09:00 - 12:00
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1

Dagur verkefnastjórnunar er tvíþættur: Kl. 9:00 - 12:00 er málstofa og er viðfangsefnið framtíðin í verkefnastjórnun. Eftir hádegi kynna MPM nemar meistararitgerðir sínar.

Málstofan fer þannig fram að byrjað er á 15 mínútna kveikjum sem fjalla um framtíðarspá á fjórum málaflokkum: Samsetning atvinnulífsins, umhverfis- og loftlagsmál, tækni og samfélag/Millenials.

Að kveikjum loknum fer fram vinnustofa - world cafe - þar sem umræðuspurningar  verða lagðar fyrir málstofugesti er varða verkefnastjórnun sem faggrein og hvernig verkefnastjórnun ætlar að vaxa og dafna og svara þessari þörf. 

Málstofan ver fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu M325. Hún er öllum opin og gjaldfrjáls en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja sér sæti.

Þessi dagur var einstaklega vel heppnaður í fyrra. Á vef MPM námsins er grein eftir Helga Þór Ingason um dag verkefnastjórnunar

Hámarksfjöld þátttakenda er 50.

Skráning hér

Dagskrá eftir hádegi á Degi Verkefnastjórnunar:   Dagskrá á pdf formi

Kl. 13:00-17:00 Kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda MPM-námsins.
Kl.17:00-19:00 Hátíðarkokteill MPM-náms og VSF. IPMA vottaðir verkefnastjórar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Hér er kjörið tækifæri til þess að hitta kollegana og kynnast ný útskrifuðum verkefnastjórum.