08 12

Árangursrík teymi og leyni hráefnið

Dagsetning: 08.12.2020
Tími: 09:00 - 10:00
Staðsetning: Vefútsending / Engjarteigur 9

Árangursrík teymi og leyni hráefnið

Skráning 

Teymi 2020

Tengill á útsendinguna verður sendur skráðum þátttakendum á fundardegi.

Mjög víða í samfélaginu er verið að vinna verkefni, hvort sem það er innan fyrirtækja eða stofnana. Stærðargráða þeirra og flækjustig eru mismunandi en oftar en ekki eru teymi þeim að baki. Í atvinnulífinu hefur verið lögð mikil áhersla á faglega verkefnastjórnun. Gerðar eru verk-, tíma- og kostnaðaráætlanir og besta leiðin fundin. Minni gaumur hefur verið gefinn að mannlega þætti greinarinnar, sem felur meðal annars í sér að byggja upp traust í teymum og skapa öruggt umhverfi  fyrir meðlimi þeirra til að segja hug sinn af einlægni og takast á um hugmyndir og aðferðir á uppbyggilegan hátt.

Í fyrirlestri þessum ætla Áslaug Ármannsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir að fjalla um hvernig hægt er að byggja upp sálfræðilegt öryggi innan teyma og vinnustaða. Að auki verður snert á því hvaða tækifæri til árangurs liggja í því að veita samskiptahluta verkefna meiri eftirtekt og tíma. Nokkur tæki og tól verða kynnt til leiks til að auðvelda stjórnendum, verkefnisstjórum og öðrum áhugasömum að auka sálfræðilegt öryggi teyma á meðvitaðan máta.

Þeir sem vilja mæta á staðinn geta sent beiðni um það til sigrun@verktaekni.is

Um fyrirlesara:

Teymi 2020 2Áslaug Ármannsdóttir starfar sem verkefnisstjóri heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá Háskóla Íslands. Hún er einnig sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri, markþjálfi og teymisþjálfi. Áslaug er með MPM-gráðu í verkefnastjórnun og hefur lokið BA gráðu í mannfræði.

Laufey Guðmundsdóttir starfar sem verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. Að auki starfar hún sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, markþjálfi og teymisþjálfi. Laufey er með MPM-gráðu í verkefnastjórnun og hefur lokið BS gráðu í viðskiptafræði.