07 03

Aðalfundur 2018

Dagsetning: 07.03.2018
Tími: 16:30 - 18:00

Skráning hér

Dagskrá aðalfundar: Stjórn VSF nóvember 2017
a. kosning fundarstjóra og fundarritara 
b. skýrsla stjórnar 
c. endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar 
d. kosning stjórnar 
e. kosning varamanns 
f. kosning endurskoðenda 
g. drög að fjárhagsáætlun næsta árs, ásamt tillögu að félagsgjaldi 
h. lagabreytingar 
i. ákvörðun félagsgjalda 
j. önnur mál

 

Nánar úr lögum félagsins

10. grein - Aðalfundur

  • 1. Aðalfundur er æðsta vald félagsins.
  • 2. Aðalfundur skal haldinn árlega fyrir lok mars.
  • 3. Stjórn boðar til aðalfundar og ákveður stað og stund.
  • 4. Boða skal til aðalfundar með tölvupósti og/eða bréflega með dagskrá í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
  • 5. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
  • 6. Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Félagar og skráðir fulltrúar þeirra fara með eitt atkvæði hver við atkvæðagreiðslur.
  • 7. Til lagabreytinga þarf þó atkvæði 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur um lagabreytingar skal senda félögum með tölvupósti og/eða bréflega eigi síðar en 1 viku fyrir aðalfund.
  • 8. Stjórn getur boðað til auka aðalfundar hvenær sem er, með minnst viku fyrirvara.
  • 9. Ef 10% félaga óska skriflega eftir auka aðalfundi og tilgreina fundarefni, skal stjórn félagsins boða til fundar innan 4 vikna frá því að skrifleg ósk berst.

11. grein - Verkefni aðalfundar

  • 1. Dagskrá aðalfundar:
  • a. kosning fundarstjóra og fundarritara
  • b. skýrsla stjórnar
  • c. endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  • d. kosning stjórnar
  • e. kosning varamanns
  • f. kosning endurskoðenda
  • g. drög að fjárhagsáætlun næsta árs, ásamt tillögu að félagsgjaldi
  • h. lagabreytingar
  • i. ákvörðun félagsgjalda
  • j. önnur mál

12. grein - Stjórn félagsins

  • 1. Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til tveggja ára í senn.
  • 2. Hlutkesti skal ráða ef atkvæði eru jöfn.
  • 3. Stjórnarmenn skulu vera 7, skulu 4 kosnir annað árið og 3 hitt árið.
  • 4. Á aðalfundi skal kjósa einn varamann stjórnar til tveggja ára í senn.
  • 5. Stjórnin skiptir með sér verkum.
  • a. formaður
  • b. varaformaður
  • c. féhirðir
  • d. ritari
  • e. meðstjórnendur (þrír talsins)
  • f. innri endurskoðandi vottunarferils

........

8. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarkjörs skulu tilkynna stjórn um framboð sitt skemmst 5 dögum fyrir aðalfund.