VSF minnir á uppskeruhátíð vottunar miðvikudaginn 15. júní kl. 16 - 18 að Engjateig 9.

Afhent verða skírteini til nývottaðra verkefnastjóra og  Dr. Haukur Ingi Jónasson mun skemmta mönnum með erindinu Fagleg verkefnastjórnun: Frá fúski til fagmennsku.Í erindinu verður fjallað um starfsheitið verkefnastjóri, framtíðar möguleika verkefnastjórnunar og faglega sjálfsmynd fólks sem er með IPMA vottun í verkefnastjórnun.

Annað markmiðið með uppskeruhátíð vottunar er að fá sem flesta B og C vottaða verkefnastjóra á samkomuna til þess að veita þeim tækifæri til þess að hittast og skiptast á reynslu.

Léttar veitingar í boði. Félagið hvetur alla vottaða verkefnastjóra til þess að skrá sig á þessa samkomu. Skráning hér.